fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. ágúst 2025 14:26

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr á barnabörn á leikskólanum Múlaborg þar sem starfsmaður er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og situr núna í gæsluvarðhaldi.

Hann furðar sig á því Reykjavíkurborg hafi ekki boðið foreldrum barnanna á fund en fundað hefur verið með foreldrum barna á deildinni af hálfu leikskólans. Jón segir í Facebook-færslu:

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla, meðal annars á deildinni sem þetta gerist á. Atvikið sem um ræðir gerist á þriðjudag og maðurinn er handtekinn daginn eftir. Kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver þau allra erfiðustu og ömurlegustu mál sem upp koma. Málið er í fullri vinnslu veit ég og takmarkaðar upplýsingar gefnar upp opinberlega, sem skiljanlegt er. Foreldrar fá símtöl og búið er að ræða við börnin á deildinni í Barnahúsi.

En mér finnst alveg stórfurðulegt að Reykjavíkurborg sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna uppá fund. Samkvæmt upplýsingum sem okkur aðstandendum hafa borist stendur ekki til að funda með foreldrum fyrren á mánudaginn. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Þarf að eyðileggja helgina fyrir fólki líka, og halda heilu fjölskyldunum í stofufangelsi og fá allskyns upplýsingar í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla ? Þetta getur ekki samræmst eðlilegu verklagi, heilbrigðri skynsemi eða samskiptum.

Mér finnst að foreldrar eiga á rétt á því að fá fund í dag, helst með leikskólastjóra og starfsfólki frá viðkomandi sviði, þar sem þau hitta hvert annað og einhver horfir í augun á þeim og segir þeim að þetta sé ömurlegt og það sé eðlilegt að þau séu í uppnámi og það sé verið að rannsaka þetta af fullum krafti. Svo er hægt að halda annan fund á mánudaginn. Er þetta ekki eðlileg og sanngjörn krafa?“

Barnið greindi foreldum sínum frá

Vísir greinir frá því að barn sem varð fyrir meintu kynferðisbroti starfsmannsins hafi greint foreldrum sínum frá atvikinu. Lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum.

Rúmlega tvítugur starfsmaður var handtekinn vegna málsins á þriðjudag og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í þágu rannsóknar málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Í gær

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“