fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. ágúst 2025 16:30

Þjóðaróperan mun hafa aðsetur í Hörpu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti óperustjóra hefur auglýst laust til umsóknar en það er Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem auglýsir starfið. Óperustjóri mun stýra nýrri Þjóðaróperu en lög um hana voru samþykkt á Alþingi fyrr í sumar. Óperan mun heyra undir Þjóðleikhúsið og óperustjóri mun því verða undirmaður þjóðleikhússtjóra.

Í auglýsingu frá ráðuneyti Loga kemur fram að leitað sé að metnaðarfullum og skapandi einstaklingi sem hafi skýra sýn á starfsemi óperunnar. Óperustjóri stýri óperunni, sé í forsvari fyrir hana, marki listræna stefnu hennar og ákveði listrænt teymi fyrir hverja uppfærslu. Óperustjóri heyri undir þjóðleikhússtjóra í skipuriti og skuli eiga samráð við hann um gerð fjárhagsáætlana og mikilvægar ákvarðanir er varði rekstur óperunnar. Þjóðleikhúsráð hafi eftirlit með starfsemi óperunnar og skuli rekstur hennar sérstaklega kynntur ráðinu.

Leitað sé eftir einstaklingi sem hefur háskólamenntun í listum eða sambærilega menntun og staðgóða reynslu og þekkingu af vettvangi óperulista. Að auki þurfi óperustjóri að búa yfir leiðtogahæfni, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, hæfileika til nýsköpunar og hafa reynslu af stjórnun, rekstri og stefnumótun.

Segir í auglýsingunni að hlutverk nýstofnaðrar óperu sé að sviðsetja óperuverk af háum listrænum gæðum, sinna sögulegri arfleifð óperulista, vera vettvangur framþróunar og nýsköpunar í óperulistum á Íslandi og glæða áhuga landsmanna á listforminu. Óperan sé hluti af Þjóðleikhúsinu og njóti samstarfs við og stuðnings af starfsemi þess en muni hafa aðsetur í Hörpu.

Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embættið eigi síðar en 15. nóvember 2025.

Umsækjendur eru að lokum beðnir um að senda inn ferilskrá rafrænt í gegnum vefsvæðið starfatorg  ásamt kynningarbréfi á íslensku. Þar skuli gera grein fyrir þeirri þekkingu, reynslu og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við hæfniskröfurnar í auglýsingunni. Jafnframt er óskað eftir greinargerð að hámarki 2 A4 blaðsíður þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn sinni fyrir starfsemi óperunnar.

Logi mun síðan skipa í embættið til fimm ára samkvæmt tillögu hæfnisnefndar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út