fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 03:54

Sænsk herþota af gerðinni JAS-39. Mynd:Christopher Mesnard/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar undirbúa sig undir að Rússar ráðist á landið. Þetta sagði Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra, í Nyhetsmorgen hjá TV4 í gær.

Ef Rússland sigrar í stríðinu í Úkraínu, sýnir það að maður getur grætt mikið á að ráðast á friðsamt nágrannaríki sagði hún og bætti við að það muni fylla Rússa auknu sjálfsöryggi og hættan á að þeir ráðist á önnur lönd muni aukast.

Það er þarna sem Svíþjóð kemur inn í myndina. Þegar Stenergard var spurð hvort Svíþjóð geti verið næst í röðinni hjá Rússum, svaraði hún: „Við undirbúum okkur undir árás. Ekki á næstu árum en þetta er allt háð því hvort við getum sýnt að við getum veitt mótspyrnu. Þess vegna vígbúumst við í Svíþjóð og hinum NATÓ-löndunum á sögulegan hátt.“

Hún sagðist ekki hafa mikla trú á fundi Donald Trump og Vladímír Pútín sem funda í Alaska á föstudaginn.

„Ég er ekki sérstaklega bjartsýn varðandi þá stöðu sem við erum í og þetta stríð sem hefur nú staðið í á fjórða ár,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt sé að Evrópa og Úkraína taki þátt í viðræðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða