fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 03:15

Putin og Trump á leiðtogafundi árið 2019. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Donald Trump og Vladímír Pútíns á föstudaginn. Í Evrópu hafa margir áhyggjur af fundi forsetanna sem munu hittast í Alaska.

Margir telja að fundurinn verði til þess að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, muni líta út sem taparinn því honum hefur ekki verið boðið á fundinn sem mun snúast um innrásina í landið hans.

En margir rússneskir herbloggarar eru mjög áhyggjufullir að sögn Ivan Philippov, sem er landflótta rússneskur blaðamaður og rithöfundur. Þetta kemur fram í greiningu sem hann birti á vefsíðu Vot Tak sem er rússneskur fjölmiðill í útlegð.

Philippov flúði frá Rússlandi fyrir þremur árum og hefur síðan birt greiningar á skrifum rússneskra herbloggara, sem styðja einræðisstjórnina í Kreml, á Telegramrásinni „Ekkert að frétta frá Vesturvígstöðvunum“. Hann er einnig að skrifa bók um rússneska herbloggara.

Í greiningu sinni segir Phillippov að félagsskapur rússneskra herbloggara, sem styðja stríðsreksturinn í Rússlandi, (svokallaður Z-félagsskapur) sjái eitt grundvallarvandamál varðandi samningaviðræður Trump og Pútíns. Það sé óljóst hvað þeir geta samið um.

Það fer sérstaklega illa í þá að fréttir hafa borist af því að Rússland verði að „láta“ úkraínsku héruðin Kherson og Zaporizjzja af hendi.

„Skipti á landsvæðum“ er auðvitað útilokað. Þetta eru einhverjir undarlegir draumórar hjá forseta Bandaríkjanna sem finnst, af einhverjum ástæðum, að hann sé keisari heimsins. En af hverju halda leiðtogar okkar áfram að taka þátt í þessum leik?“ skrifaði rússneski herbloggarinn Verum Regnum.

Annar herbloggari, sem Philippov segir að sé fyrrum hermaður í Úkraínu, segir að enginn samningur við Trump „geti lofað góðu“.

Rússnesku herbloggararnir telja ekki nóg að Bandaríkin heiti því að Rússar fái Krím, Donetsk og Luhansk. Philippov sagði í samtali við TV2 að þeir telji að ef Pútín láti önnur hertekin svæði í Úkraínu af hendi, þá jafngildi það landráðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða