Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett lögregluna í Washington DC undir alríkisstjórnina og sent þjóðvarðliða inn í höfuðborgina. Markmiðið segir hann vera að koma á lögum og reglum í borginni þar sem mikil glæpaöld geisar.
CNN greinir frá þessu meðal annarra.
Blaðamannafundur stendur yfir í Hvíta húsinu þar sem Trump tilkynnti um þetta.
„Það er eitthvað orðið stjórnlaust en við ætlum að koma því aftur undir stjórn hratt, eins og við gerðum við suðurlandamærin,“ sagði Trump meðal annars á blaðamannafundinum.
Trump segir enn fremur að hann blygðist sína fyrir að þurfa að ræða um þessi mál í aðdraganda leiðtogafundar síns með Vladimir Putin Rússlandsforseta. Í því samhengi sagði hann: „Mér finnst ekki gott að standa hér og tala um hvað óörugg og skítug og viðbjóðsleg höfuðborgin okkar, sem einu sinni var svo falleg, er orðin.“
Fréttinni hefur verið breytt