fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum fjórum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu og eru þeir sem hafa upplýsingar um málið vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.

Ef einhverjir þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða 0803@lrh.is.

Myndin sem lögreglan birtir er unnin eftir upptöku úr öryggismyndavél.

DV greindi frá því á laugardag að nokkrir karlmenn hefði komið í skjóli nætur í flutningafyrirtækið Fraktlausnir við Héðinsgötu í Reykjavík og stolið nokkur hundruð lítrum af díselolíu með því að dæla henni úr tanki eins af flutningabílum fyrirtækisins.

Sjá einnig: Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“