fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

56% neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 08:17

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur eru marktækt neikvæðari en karlar gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýlegri könnun Prósent. Yngri svarendur eru jákvæðari gagnvart þéttingu en þeir sem eldri eru. Reykvíkingar eru sömuleiðis marktækt jákvæðari en íbúar nágrannasveitarfélaga, sem eru neikvæðari en Reykvíkingar og íbúar landsbyggðarinnar. 

Í könnuninni sem framkvæmd var 1. – 21. júlí var spurt að: 

Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu? 

Úrtakið var 1850 manns og var svarhlutfall 50% 

Af þeim sem tóku afstöðu þá segjast 56% vera neikvæð, 18% eru hvorki jákvæð né neikvæð og 26% jákvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. 

Mynd: Prósent.

Konur eru marktækt neikvæðari en karlar gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. 

Mynd: Prósent.

Því yngri sem svarendur eru því jákvæðari eru þau gagnvart þéttingu byggðar. Þau sem eru 55-64 ára eru marktækt neikvæðari en þau sem eru 18-54 ára. 

Mynd: Prósent.

Íbúar Reykjavíkur eru marktækt jákvæðari en íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur eru marktækt neikvæðari en íbúar Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. 

Mynd: Prósent.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn