fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Alvarleg hákarlsárás á Kanaríeyjum – Fólk beðið að vera á varðbergi í sjónum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 14:30

Árásin átti sér stað vestur af eyjunni Fuerteventura.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður varð fyrir alvarlegri árás hákarls þar þegar hann var á „standbretti“ (e. paddleboard) vestur af eyjunni Fuerteventura í Kanarí eyjum. Er þetta mjög óalgengt. Yfirvöld biðja fólk að fara varlega í sjónum.

Miðillinn Canary Weekly greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað á sunnudag nálægt stað sem heitir Los Molinos, sem er vinsæll staður fyrir vatnasport.

Maðurinn var á nokkurri ferð á standbrettinu þegar hákarlinn réðst á hann. Fyrst beit hákarlinn í brettið og síðan í fótlegginn á manninum. Fékk hann stórt og mikið sár eftir dýrið en náði að komast sjálfur í land. Þrátt fyrir að sárið væri djúpt var maðurinn ekki talinn í lífshættu.

Að sögn sjónarvotta greip um sig ótti meðal gesta á staðnum eftir árásina. Yfirvöld á staðnum hafa beðið fólk að sýna aðgát og tilkynna um allt óvenjulegt sem það sér í sjónum. Ekki hafa þó verið gerðar neinar auka öryggisráðstafanir af hálfu yfirvalda.

Málið þykir mjög óvenjulegt. Sjaldgæft er að strandargestir sjái hákarla við Kanaríeyjar og enn þá sjaldgæfara er að þeir ráðist á fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun