fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. júlí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungt fólk, sérstaklega þau sem fædd eru eftir árið 1990, er orðið mun líklegra til að greinast með ristil- og endaþarmskrabbamein en eldri kynslóðir. Það er þróun sem sögð er eiga eftir að halda áfram að  versna. Nýlegar rannsóknir sýna að einstaklingar fæddir árið 1990 eru tvisvar sinnum líklegri til að fá ristilkrabbamein og fjórum sinnum líklegri til að fá endaþarmskrabbamein en þeir sem fæddust til að mynda í kringum árið 1950.

Rannsókn sem birt var í British Journal of Surgery staðfestir þessa þróun, sem hefur verið sérstaklega áberandi í Bandaríkjunum frá miðjum tíunda áratugnum. Þar hefur tíðni svokallað snemmgreinds krabbameins, sem greinst hefur hjá einstaklingum yngri en 50 ára, aukist hratt meðal beggja kynja.

Þó svo að ristilkrabbamein hafi í gegnum tíðina verið tengt við eldra fólk, sýna tölur að sífellt fleiri yngri einstaklingar greinast oft á síðari stigum sjúkdómsins sem gerir meðferðina erfiðari og horfur lakari. Samkvæmt Bandarísku sóttvarnastofnuninni (CDC) hefur tíðni ristil- og endaþarmskrabbameins aukist um 185% meðal fólks á aldrinum 20–24 ára og um 333% hjá 15–19 ára.

Þróunin sést einnig utan Bandaríkjanna. Í tuttugu Evrópulöndum hefur tíðni þessara krabbameina meðal yngra fólks hækkað marktækt frá 2004 til 2016. Vegna þessa lækkaði bandaríska heilbrigðisráðið lágmarksaldur fyrir skimun úr 50 í 45 ár árið 2021 og ný rannsókn frá Taívan bendir til að skimun frá 40 ára aldri gæti dregið úr dánartíðni um allt að 39%.

Vísindamenn tengja aukningu í tilvikum meðal ungs fólks meðal annars við offitu, hreyfingarleysi, mikið sykurát og umhverfisáhrif eins og mengun. Nýleg rannsókn frá 2025 bendir einnig til að bakterían E. coli, sérstaklega eiturefnið colibactin sem hún getur myndað, geti haft áhrif á þróun krabbameinsins snemma í æsku.

Sjúkdómurinn virðist einnig bitna harðar á minnihlutahópum, sér í lagi frumbyggjum í Bandaríkjunum, þar sem hlutfall fólks sem greinist fyrir fimmtugt er hæst.

Samkvæmt CDC verður snemmgreint ristilkrabbamein líklega algengasta dánarorsök vegna krabbameins hjá fólki í Bandaríkjunum á aldrinum 20–49 ára fyrir árið 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Í gær

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót