fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. júlí 2025 06:55

Ljósmynd af Epstein og Trump saman á heimili þess síðarnefnda í Flórída árið 1997

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í safni bréfa sem Ghislaine Maxwell tók saman í tilefni af fimmtugsafmæli Jeffreys Epstein árið 2003 á að hafa  verið að finna bréf merkt nafni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Bréfið hafi innihaldið nektarteikningu af konu þar sem nafnið „Donald“ var skrifað í stað skapahára. Í lok bréfsins stóð: „Til hamingju með afmælið – og megi hver dagur verða annað yndislegt leyndarmál.“

Frá þessu greinir bandaríski fjölmiðillinn Wall Street Journal.

Donald Trump hafnar alfarið að hafa ritað bréfið eða teiknað myndina. Í viðtali vegna málsins segist hann aldrei hafa „teiknað mynd á ævinni“ og hvað þá af nöktum konum.Bætti hann ennfremur  við að orðanotkunin væri ekki hans stíl. Hótaði Trump að stefna blaðinu, móðurfélagi þess NewsCorp og eigandanum Rupert Murdoch fyrir meiðyrði ef fréttin yrði birt og fullyrti að bréfið væri „falsað“.

Í kjölfarið virðist Trump hafa tekið u-beygju varðandi gögnin í máli Epsteins. Birti forsetinn yfirlýsingu á samskiptamiðli sínum Truth Social þar sem hann greindi frá því að hann hefði falið dómsmálaráðherra sínum, Pam Bondi, að gefa út öll viðeigandi skjöl úr rannsókn Epstein-málsins, að fengnu samþykki dómara. Bondi svaraði um hæl á samskiptamiðlinum X að hún væri reiðubúin til þess, þótt slíkt gæti tekið tíma.

Umfjöllun Wall Street Journal hefur fallið í grýttan jarðveg hjá innsta kjarnanum í kringum Trump.  Varaforsetinn JD Vance og hægrisinnaðir aktívistar eins og Laura Loomer og Charlie Kirk,  hafa fordæmt fréttina og sagt hana vera  „bull“ og „blekkingu“. Loomer hélt því meðal annars fram að Trump notaði aldrei ritvél eða tölvu – aðeins svartan Sharpie-penna.

Málið hefur enn á ný vakið athygli á tengslum Trumps við Epstein. Talsvert er til af myndum og myndskeiðum af þeim saman á tíunda áratugnum og Trump var meðal þeirra sem flugu með einkaflugvél Epstein. Hann segist þó hafa slitið sambandinu löngu áður en Epstein var fyrst sakfelldur árið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin