fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 15:30

Sigurjón Þórðarson bendir á gríðarlegan mun á verði hjá útgerðarfyrirtækjum sem stunda bæði vinnslu og veiðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, um að setja á sig geislabaug og reyna að færa umræðuna frá vafasamri milliverðlagningu útvegsfyrirtækja í samþættri vinnslu og veiðum.

„Framkvæmdastjóri SFS setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn í grein þar sem hún mælir gegn því að rýmka til fyrir takmörkuðum strandveiðum,“ segir Sigurjón í grein á Vísi sem ber yfirskriftina „SFS skuldar“. „Það er nánast allt í hættu að mati framkvæmdastjórans m.a. þorskstofninn, umhverfisvottunin og má geta sér til að veiðar handfærabáta gætu jafnvel komið í veg fyrir sölu á erlendum mörkuðum eftir lestur greinarinnar „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“.“

Segir Sigurjón að þegar betur sé að gáð sé þessi málflutningur Heiðrúnar Lindar rammfalskur. Stjórnarmenn SFS hafi farið fram á sveigjanleika fyrir sig og ekki gert athugasemdir við heimild til að flytja tugi þúsunda af veiðiheimildum í þorski á milli fiskveiðiára. Þeir hafi heldur ekki mælt gegn heimild til að landa þúsundum tonna af þorski utan kvóta í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Sama eigi við um að gefna séu veiðiheimildir upp á 4 þúsund tonn í djúpkarfa þrátt fyrir að Hafró hafi lagt til veiðibann.

„Má vera að framkvæmdastjóri SFS sé að reyna færa umræðuna frá vafasamri milliverðlagningu fyrirtækja í samþættri vinnslu og veiðum og að strandveiðum?“ spyr Sigurjón og beinir kastljósinu á gríðarlegan verðmun. „Það sem SFS skuldar þjóðinni skýringar á nú, er hvers vegna dæmi eru um að fyrirtæki innan SFS greiði aðeins 74 kr/kg fyrir makríl þegar ljóst er að nákvæmlega sami makríll er verðlagður á 270 kr/kg í Færeyjum? Hafnargjöld og laun sjómanna miðast við verðmæti aflans og því lítur flest út fyrir að það sé ekki aðeins verið að hlunnfara sjómenn heldur einnig sjávarútvegssveitarfélögin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Í gær

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“