fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 12:00

Epstein og Maxwell. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Ghislaine Maxwell hefur stigið fram opinberlega og heldur því fram að hún hafi verið fórnarlamb ranglátrar málsmeðferðar og að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi lagt sig fram um að gera hana að blóraböggli í stað Jeffreys Epstein eftir að hann lést í fangelsi árið 2019.

Maxwell afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir mansal og tengsl við kynferðisbrot Epstein. Fjölskylda hennar segir hana hins vegar hafa verið dæmda á röngum forsendum og vísað er til nýrra gagna og meintra brota af hálfu ríkisins sem þau telja nægileg til að ógilda dóminn.

Í yfirlýsingu segir að Maxwell hyggist leggja fram „habeas corpus“-beiðni þar sem hún krefst endurupptöku málsins á grundvelli nýrra upplýsinga. Lögmaður hennar, David Oscar Marcus, gagnrýnir að ákvæði úr samkomulagi sem Epstein gerði við dómsmálaráðuneytið árið 2007 hafi verið sniðgengin. Þar hétu yfirvöld því að ákæra ekki hugsanlega meðseka ef Epstein uppfyllti skilyrði samkomulagsins, sem hann á að hafa gert.

Samkomulagið náði þó eingöngu til Flórída, en Maxwell var ákærð í New York þar sem túlkun laga er önnur.

Segja má að hálfgert stríðsástand hafi staðið yfir meðal MAGA-liða og samsæriskenningaáhugamanna sem eru brjálaðir yfir því að Epstein-skjölin verði birt í heild sinni. Sér í lagi stendur Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í ströngu vegna málsins en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heldur hlífiskildi yfir henni.

Hundtryggir stuðningsmenn Trump, til að mynda Tucker Carlson og Marjorie Taylor Green, eru meðal þeirra sem að krefjast þess að skjölin séu gerð opinber eins og lofað hafði verið.

Þvert á það sem hún hafði áður sagt fullyrðir Bondi nú að engin sönnunargögn séu fyrir því að Epstein hafi haldið skrá yfir viðskiptavini sína og ekkert bendi til þess að hann hafi beitt áhrifafólk einhverskonar þrýstingi eða fjárkúgun.

Fjölskylda Maxwell fagnar þessum niðurstöðum og segir að þetta staðfesti það sem Ghislaine hafi alltaf haldið fram. Krefjast þau að dómur yfir henni verði ógiltur og refsingin endurskoðuð.

Þá heldur bróðir Ghislaine, Ian Maxwell, því fram að systir hans telji Epstein hafa verið myrtan, þvert á niðurstöður rannsóknar FBI og DOJ þar sem úrskurðurinn var sá að um sjálfsvíg væri að ræða.

Þá útilokar hann ekki þá útbreiddu kenningu að Epstein hafi greitt einhverjum innan fangelsisins til að linna þjáningar sínar.

Bandarísk yfirvöld birtu nýlega myndbandsupptökur úr fangelsinu og sem sýna átti fram á að  enginn hafi komið að klefa Epstein í aðdraganda dauða hans. Sú birting gerði lítið annað en að kveikja í tortryggnum netverja en víða er fullyrt að búið sé að klippa myndbandið til og nokkrar mikilvægar mínútur vanti í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“