fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 20:00

Mál Jóhanns Rúnars komust í deigluna árið 2021. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knapinn Jóhann Rúnar Skúlason hefur verið valinn í danska landslið íslenska hestsins fyrir heimsmeistaramótið í Sviss í sumar. Jóhann Rúnar braut kynferðislega gegn 13 ára stúlku á Íslandi og var fyrir fjórum árum síðan rekinn úr íslenska landsliðinu.

Mál Jóhanns Rúnars voru í deiglunni árið 2021. En í nóvember það ár var grein frá því að stjórn Landssambands hestamanna (LH) og landsliðsnefnd hafi tekið ákvörðun um að vísa honum úr landsliðinu í hestaíþróttum. Jóhann Rúnar var þá á meðal fremstu knapa landsins og hafði meðal annars orðið margfaldur heimsmeistari í tölti.

Dómar á Íslandi og í Danmörku

Ástæðan fyrir brottvikningunni var sú að Jóhann Rúnar hafði hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku árið 1993 en málið var þá komið í deiglu fjölmiðla.

Var hann talinn hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og hlaut 4 mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands Vestra. En í dóminum sagði meðal annars:

Þá kveður hún ákærða hafa reynt að hafa samfarir við sig og sett getnaðarlim sinn inn í kynfæri sín. Kvaðst Y hafa fundið fyrir samfarahreyfingum en ákærða hafi þó ekki orðið sáðfall. Kvaðst Y hafa verið stíf af hræðslu við ákærða og ekki þorað að mótmæla honum í neinu og gert það sem hann bað um.“

Þetta er ekki eini dómurinn sem Jóhann Rúnar hefur hlotið því einnig var greint frá því að hann hafi árið 2016 hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi í Danmörku, þar sem hann býr. Hlaut hann 40 daga skilorðsbundið fangelsi og var gert að sinna samfélagsþjónustu.

Gegn gildum LH

„Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi,“ sagði í tilkynningu Landssambandsins á sínum tíma.

Sjá einnig:

Jóhann sendir frá sér yfirlýsingu vegna frétta um heimilisofbeldi og nauðgun – Segist ekki hafa vitað hvað stúlkan var gömul – „Ég get ekki breytt því liðna“

Jóhann Rúnar viðurkenndi brot sín í yfirlýsingu. „Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar,“ sagði hann.

Kærumál

Jóhann Rúnar kærði ákvörðun stjórnarinnar til dómstóls ÍSÍ á þeim forsendum að sem heimsmeistari eigi hann rétt á að taka þátt í heimsmeistaramóti samkvæmt reglum FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins.

Í vörn sinni sagði LH að aðilar sem starfi á vegum sambandsins hafi mátt sæta hótunum, áreiti og annarri óforsvaranlegri háttsemi af henti Jóhanns Rúnars eftir ákvörðunina.

Hafnaði dómstóllinn kröfum Jóhanns Rúnars í febrúar árið 2024. Áfrýjunardómstóll komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að vísa honum úr liðinu ótímabundið.

Þykir sigurstranglegur

Á sunnudag var danska landsliðið kynnt fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins sem fram fer í Sviss í ágúst. Tveir íslenskir knapar eru í liðinu, þar á meðal Jóhann Rúnar Skúlason sem keppir á Evert frá Slippen.

Danska liðið var tilkynnt á sunnudag. Mynd/Danska hestalandsliðið

Hafði verið greint frá því í febrúar á þessu ári að Jóhann Rúnar væri orðinn gjaldgengur í danska landsliðið og að hann stefndi á að keppa á heimsmeistaramótinu fyrir hönd Dana í sumar.

Jóhann Rúnar hefur unnið fjölda titla á Evert og eru á meðal sigurstranglegustu para í tölti og fjórgangi á lista FEIF.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings