fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Egill fékk skammir fyrir að gagnrýna mótmælendur – „Og þú móðgast yfir Palestínskum fána á 17 júní!!!???”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason hætti sér á hálan ís í gærkvöldi þegar hann gagnrýndi háttalag mótmælenda í miðborginni á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Hópur fólks kom saman á Austurvelli með fána Palestínu, en þegar æðsta stjórn ríkisins gekk að Alþingishúsinu að loknum hátíðarhöldum tóku mótmælendur að hrópa „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“.

Athygli vakti í vikunni þegar Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi háttalag mótmælenda í ræðu á Alþingi. Sagði hún óboðlegt að hópar fólks komi saman á þessum degi við hátíðarhöld við þinghúsið, veifandi fána annars lands og hrópandi ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum.

„Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?”

Sjá einnig: Rósa ósátt: Óboðleg hegðun mótmælenda í gær – „Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“

Þurfi að hafa einhverja strategíu

Egill virðist taka undir þessa gagnrýni að einhverju leyti en í færslu sinni sagðist hann vera vel meðvitaður um þá hryllilegu glæpi sem framdir eru gegn Palestínumönnum, þar á meðal í formi fjöldamorða, skipulögðu hungri og sprengjuregni.

„Og hræsnin er himinhrópandi þegar ísraelskir stjórnmálamenn hrópa á eyðingu Írans vegna þess að sprengja þaðan féll á spítala í Ísrael. Varla neinn spítali á Gaza er uppistandandi enda er markmiðið að hrekja íbúana burt. En fólk sem stendur í svona baráttu þarf að hafa einhverja strategíu – hugmyndir um hvernig má vinna málstaðnum fylgi. Og aðferðin er örugglega ekki að standa á Austurvelli á þjóðhátíðinni, veifa Palestínufánum og hrópa,“ sagði Egill.

Skiptar skoðanir

Færsla hans vakti talsverða athygli og er skemmst frá því að segja að margir tóku undir með honum. „Allavega ekki á 17 júní, sem er aðallega fyrir börnin. Það er hægt að mótmæla alla aðra daga ársins. Við verðum að fá að gleðjast af og til þrátt fyrir hörmungar heimsins,“ sagði til dæmis í einni athugasemd.

„Svo sammála þér. Held að svona mótmæli eins og voru á 17. júní, vinni gegn samstöðu með Palestínu. Tek fram að ég styð Palestínu 100%,“ sagði í annarri.

Aðrir voru hjartanlega ósammála Agli og létu þá skoðun í ljós.

„Fólk sem stendur á Austurvelli og hrópar er að reyna að vekja athygli þeirra sem geta eitthvað gert,“ sagði til dæmis lögfræðingurinn Eva Hauksdóttir.

Aðrir tóku dýpra í árinni. „Vá, en hallærislegur status. Okkar ríkisstjórn tekur enga afstöðu gegn þjóðarmorði og þú móðgast yfir Palestínskum fána á 17 júní!!!???”

Annar tók í svipaðan streng:

„Nú ef þú veist um betri leið þá endilega deildu henni með okkur þessum vitlausu sem eru að nota strategíu sem reyndar er notuð um allan heim. Skil heldur ekkert í þér að leggja ekki eitthvað til baráttunnar annað ef gagnrýna fólk sem þó gerir eitthvað. Verulega hræsnisfullur status ef þú spyrð mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Í gær

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim