fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Snærós þreytt á lyginni um móður sína og segir Bjarna Ben að setja „tappa í tengdasoninn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og dóttir Helgu Völu Helgadóttur, lögfræðings og fyrrverandi þingkonu, er þreytt á því að heyra að móðir hennar hafi beinan fjárhagslegan hag af því að til Íslands komi hælisleitendur.

Snærós skrifar nokkuð harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún birtir dæmi um þennan málflutning, nú síðast frá Brynjari Barkarsyni sem hélt umdeilda ræðu á samkomu á Austurvelli á laugardag.

Langþreytt á bullinu

„Ein þrálátasta lygin sem vellur upp út rasistum landsins er sú að mamma mín hafi beinan fjárhagslegan hag af því að til Íslands komi hælisleitendur. Það líður ekki sá dagur að ég lesi ekki komment um þetta kjaftæði, og nýverið þurfti ég að leiðrétta bullið þegar það kom upp í fjölskylduspjalli vinkonu minnar,” segir Snærós í pistlinum.

Hún segir að vegna starfa sinna og móður sinnar hafi hún þagað í sex ár þegar þessu var haldið fram. „En nú þegar tengdasonur fyrrverandi forsætisráðherra heldur lyginni áfram ætla ég að leiðrétta hana í eitt skipti fyrir öll,“ segir Snærós og þar vísar í ummæli Brynjars á Facebook.

„Fyrir meira en áratug síðan tók mamma mín að sér lögmannsstörf fyrir fólk sem hingað sótti vernd eftir styrjöld í Sýrlandi. Þannig var kerfið þá og tugir lögmanna sinntu því sama. Það var sannarlega ekki mokgróði í þeim verkefnum en það er hlutverk lögmanna að taka að sér störf fyrir fólk sem á rétt á aðstoð skv. íslenskum lögum.“

Sjá einnig: „Að fjöldi fólks hafi mætt á túnblettinn og klappað fyrir þessu fjandsamlega samsærissulli Binna í treyju merktri AH er í senn bæði sorglegt og skelfilegt“

Verður ekki lengur setið hjá

Hún bendir á að árið 2014 hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar gert breytingar á hæliskerfinu sem fólu í sér að öll þjónusta lögmanna var færð til Rauða kross Íslands. Þar með var þessum verkefnum móður hennar lokið.

„Fyrir þau sem kunna ekki að reikna þýðir það að í 11 ár hefur þetta ekki verið vinnan hennar. Árið 2017 var mamma mín svo kjörin á þing og lagði inn lögmannsréttindi sín á meðan. Annað en sumir. Þar sat hún í sex ár, öflugust og kraftmest allra þingmanna, þar til hún ákvað að snúa aftur til lögmannsstarfa og finna næringuna í því að hjálpa fólki augliti til auglitis frekar en í gegnum svifaseint kerfi þar sem gera þarf málamiðlanir við fólk sem hefur enga mannúð í hjarta sér. Þingmenn þjóðarinnar sem aldrei hafa hitt neinn sem ekki er af þeirra eigin sauðahúsi.“

Snærós segir að móðir hennar sé duglegasta kona sem hún þekkir. „Hún er gríðarlega hörð af sér en þeirri ásjónu fylgir því miður að fólki finnst það ekki þurfa að standa upp fyrir henni. Þannig hefur samstarfsfólk í pólitík aldrei lyft litla fingri til að leiðrétta bullið og þvættinginn sem á henni hefur dunið frá sniðmenginu sem hatar útlendinga og heldur að bólusetningar séu massastjórnunartæki stjórnvalda.“

Hún bendir svo á að tvö ár séu liðin síðan hún sagði skilið við þingmennsku og varð einstaklingur á ný. Enn láti þetta fólk þó eins og á henni megi berja líkt og um kjörinn fulltrúa sé að ræða. Að sama skapi taki vinir hennar sem vita betur ekki upp hanskann fyrir hana. „Það gerum við fjölskyldan þá bara og verður ekki lengur setið hjá í þeim efnum,“ segir Snærós sem endar pistilinn á að senda fyrrverandi forsætisráðherra ákveðin tilmæli. „Við Bjarna Benediktsson vil ég segja: Settu tappa í tengdasoninn. Hann er að sverta ímynd fjölskyldu þinnar og verða ykkur til stórfelldrar skammar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg