fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Þannig fékk Guðmundur í Brim viðurnefnið

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. júní 2025 09:30

Guðmundur Kristjánsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarfélagsins Brims, hefur lengi borið viðurnefnið Guðmundur vinalausi. En kannski vita fáir hvernig það er tilkomið.

Guðmundur segist hafa fengið viðurnefnið árið 2004 þegar hann keypti Útgerðarfélag Akureyringa, ÚA.

„Þegar ég keypti ÚA af Landsbankanum af fyrirtæki í Reykjavík. Akureyringarnir voru löngu búnir að selja þetta. Og þá átti KEA og spekingar á Akureyri áttu að kaupa ÚA. Og KEA bauð sjö til átta og hálfan milljarð frávikstilboð. Ég bauð níu milljarða og það var þannig að Sigurjón hringir í mig að morgni dags og segir: „Er þér alvara að kaupa þetta?“

Segir Guðmundur í viðtali í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

„Ég segi já, en ég á engan pening, þú verður að lána mér. Það er ekkert mál. Og svo segir hann: „Hvenær ertu klár að koma?“ Ég sagði: „Eigum við ekki bara að klára þetta í dag?“
Jú, geturðu komið klukkan fjögur? Og við kláruðum allt fyrir miðnætti.“

Guðmundur segist hafa gleymt að hringja og láta nokkra félaga sína, áhrifafólk á Akureyri, vita.

„Svo bara á miðvikudagsmorguninn þá er bara tilkynnt af því að Eimskip var á markaði, það er búið að selja ÚA og þá var maður sem var bæjarstjóri á Akureyri og tekinn í viðtal, Kristján Þór. Hann var alveg foxillur í útvarpinu og svo hafa þeir örugglega skammað KEA-mennina svo mikið að framkvæmdastjóri KEA, hann fór í paník og hann segir bara: Já, þetta er bara vinalaus maður, hann er bara vinalaus. Hann mun eyðileggja allt hérna á Akureyri.“ Þannig byrjaði þetta bara.“

ÚA rann síðar inn í Brim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin