fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Rannsaka hvort vefsíða hýst á Íslandi hafi verið notuð til að hafa áhrif á pólsku forsetakosningarnar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. júní 2025 12:00

Donald Tusk skýrði frá handtökunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk yfirvöld rannsaka nú hvort að öfga hægri flokkurinn Lög og réttlæti hafi brotið kosningalög og reynt að hafa áhrif á yfirstaðnar forsetakosningar með notkun heimasíðu. Heimasíðan er hýst hjá íslensku fyrirtæki.

Ríkisútvarp Póllands, Polskie Radio, greinir frá þessu.

Í vikunni tilkynnti forsætisráðherrann Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, að innanríkis öryggisstofnunin ABW hefði sent inn kæru til héraðssaksóknaraembættisins í Varsjá. Er það vegna vefsíðu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að hafa áhrif á yfirstaðnar forsetakosningar í landinu. Rannsókn eigi að leiða í ljós hvort að vefsíðan hafi haft áhrif á kosningarnar.

Tengd öfga hægrimönnum

Öfga hægrimaðurinn Karol Nawrocki vann kosningarnar naumlega og hlaut 50,89 prósent atkvæða. En andstæðingur hans Rafal Trzaskowski hlaut 49,11 prósent. Nawrocki var studdur af öfga hægriflokknum Lögum og réttlæti.

Vefsíðan heitir testnr.org og hefur þingmaður Laga og réttlætis, Dariusz Matecki, hvatt til notkun hennar. Sem og hægrisamtök sem kallast Kosningayfirsjóns samtökin.

Hýst á Íslandi

Á vefsíðunni á fólk að geta skoðað kosninganúmer einstaklinga og ástæðan er sögð vera til þess að koma í veg fyrir að fólk kjósi oft. Síðan hefur hins vegar engin tengsl við kjörstjórn Póllands eða aðra opinbera aðila. Kæra hefur einnig verði send til lögreglu um hvort að opinberum gögnum hafi verið lekið til þriðja aðila.

Það sem meira er að hún er ekki einu sinni hýst í Póllandi. Í frétt Polskie Radio kemur fram að hún sé hýst á Íslandi, það er hjá fyrirtækinu 1984. Er það ekki í fyrsta sinn sem vafasamar, eða jafn vel ólöglegar, heimasíður eru hýstar á Íslandi. Ástæðan fyrir því eru rúm netfrelsislög hér á landi sem gera fólki kleift að fela slóð sína.

Embætti saksóknara hefur staðfest að hafa fengið kæruna um vefsíðuna til sín. En embættið hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu varðandi næstu skref í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð