fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hrinda af stað undirskriftalista gegn þéttingu á bensínstöðvarlóð í Vesturbænum – „Björgum Birkimel“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. júní 2025 16:00

Margir nágrannar vilja ekki sjá húsið rísa. Skjáskot/Björgum Birkimel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar við Birkimel 10 hafa hrundið af stað undirskriftalista gegn þéttingu byggðar við Birkimel 1. Fyrirhugað er að reisa fjölbýlishús á lóðinni þar sem nú er bensínstöð Orkunnar.

Íbúar við Birkimel 10, gegnt Birkimel 1, hafa hrundið af stað undirskriftalista á vefsvæðinu island.is. Var listinn stofnaður í gær og gildir til 21. júlí næstkomandi.

Þéttingin við Birkimel 1 er mjög umdeild. En þar stendur nú bensínstöð Orkunnar, nálægt Þjóðarbókhlöðunni og nýju húsi menntavísindasviðs Háskóla Íslands, það er gömlu Hótel Sögu.

Áformað er að byggja fjögurra til fimm hæða hús á lóðinni með 42 íbúðum, misstórum. Eins og sést á meðfylgjandi mynd á húsið að vera nokkuð nýstárlegt í hönnun, þrískipt og stallað. 6 bílastæði eiga að fylgja húsinu.

Er þetta hluti af samkomulagi Reykjavíkurborgar og olíufélagsins Skeljungs frá árinu 2021, um fækkun bensínstöðva og að byggð yrðu íbúðarhús á lóðunum.

Ofurþétting og gróðasjónarmið

Sjálfstæðismenn í minnihluta borgarstjórnar hafa gagnrýnt málið. Meðal annars Helgi Áss Grétarsson. Á vefsíðu sinni skrifaði hann:

„Það er með nokkrum ólíkindum að það sé talið til bóta að byggja svona fjölbýlishús á stað sem þessum, þar sem margar af helstu mennta- og menningarstofnunum landsins eru til húsa. Ástæða er því að hvetja sem flesta að kynna sér deiliskipulagstillöguna sem fyrir liggur og gera við hana athugasemdir, telji þeir þörf á því.“

Það gerði einnig Marta Guðjónsdóttir og vísaði í andstöðu Háskóla Íslands í því samhengi. Við Morgunblaðið sagði hún:

„Hér á að taka ofurþétt­ingu og gróðasjón­ar­mið fram yfir þró­un­ar­áætl­un Há­skóla Íslands og í and­stöðu við helstu menn­ing­ar- og fræðslu­stofn­an­ir á svæðinu. Svæðið milli Birki­mels og Suður­götu, Hring­braut­ar og Haga­torgs hef­ur um ára­tuga­skeið verið talið helg­un­ar­svæði fyr­ir helstu menn­ing­ar­stofn­an­ir þjóðar­inn­ar.“

Björgum Birkimel

Þá hefur einnig verið sett á laggirnar Facebook grúbba sem kallast „Björgum Birkimel“.

„Hér skapast vonandi umræða sem á endanum gæti sannfært borgaryfirvöld um að endurskoða skipulagsáætlanir við Birkimel, en svæðið í heild sinni felur í sér gífurleg tækifæri, sem einfaldlega verða eyðilögð, verði byggt á bensínstöðvarlóðinni,“ segir í færslu á henni.

Frestur til að skila athugasemdum í skipulagsgátt er 22. júlí næstkomandi. Hægt er að skrifa undir undirskriftalistann hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast