fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Sigurður Fannar játar að hafa banað 10 ára dóttur sinni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. júní 2025 18:20

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Fannar Þórsson, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana játaði sök við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi Reykjaness í dag.

Þinghald í málinu var lokað vegna náinna fjölskyldutengsla. Dómur í málinu verður kveðinn upp eftir rúmar þrjár vikur, 4. júlí.

RÚV greinir frá að Sigurður Fannar játaði sök en bar þó fyrir sig minnisleysi að einhverju leyti. Hann samþykkti jafnframt bótakröfu móður stúlkunnar,  fimm milljónir króna í miskabætur og eina og hálfa milljón í útfararkostnað. 

Sigurður hringdi sjálfur í Neyðarlínuna frá Krýsuvík að kvöldi 15. september og tilkynnti um andlát dóttur sinnar, Kolfinnu Eldeyjar. Lögregla fann hann nærri að Hraunhólum við Krýsuvíkurveg og beindi hann lögreglu að staðnum þar sem dóttir hans fannst. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi, en báru ekki árangur.

Sigurður Fannar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. september. Hann var metinn sakhæfur af geðlæknum. 

Í ákæru var Sigurður Fannar ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa sunnudaginn 15. september 2024, að Hraunhólum við Krýsuvíkurveg, skammt vestan við Vatnsskarðsnámur, veist að dóttur sinni og banað henni.

Ingibjörg Dagný Ingadóttir, móðir Kolfinnu Eldeyjar, sagði í færslu sinni 15. janúar að samfélagið þurfi að vakna. Barnsfaðir hennar, sem nú er ákærður fyrir að hafa banað dóttur þeirra, hafi ekki fengið þá hjálp sem hann þurfti því kerfið er brotið og stjórnvöld leyfðu því að gerast.

Sjá einnig: Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu