fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Ingveldur kærði nauðgun í hjónabandi og tapaði málinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. maí 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingveldur Sveinsdóttir giftist manni, sem að hennar sögn er siðblindur. Í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins segir hún frá reynslu sinni af því að vera í ástarsambandi með siðblindum manni og hvernig hafi verið að ala upp börn með honum.

Segir hún manninn hafa sagt sér að kynlíf ætti að stunda þrisvar í viku. 

„Inga það er gert þrisvar í viku. Þrisvar í viku. Hvernig veist þú það? segi ég. Hvernig er hægt er að kanna svoleiðis. Hvernig kannar maður það? Ég spurði að því. Ég spurði bara að því. Og ég þorði aldrei að mótmæla því að ég var stöðugt skíthrædd. Hann myndi bara nota höndina eða eitthvað á á mig. En hann gerði það aldrei, en ég var samt hrædd við það,“ segir Ingveldur.

Segir hún að mörg kvöld hafi maðurinn viljað stunda kynlíf en hún ekki.

„Það var bara gjörsamlega þjösnast á bensínlausum bílnum í rauninni. Bensíntankurinn bara þurr og þegar það var búið sneri hann sér á hina hliðina . Ég bara setti andlitið í koddann svo að börnin mín heyrðu ekki neitt, hálfgrátandi.“

Ingveldur segir að það hafi ekki skipt mann hennar neinu máli hvort hún væri til í kynlífið eða ekki. Aðspurð segir hún það hafa gerst ítrekað að maður hennar nauðgaði henni. Önnur skipti var kynlífið með samþykki beggja.

„Mörgum mörgum árum seinna kærði ég hann fyrir nauðgun í hjónabandi, en tapaði málinu. Orð á móti orði og orðið of seint var sagt, og hann átti meiri peninga í rauninni heldur en ég út af öllu saman.“

Horfa má á viðtalið í heild sinni á Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður á Akureyri mældist með alkóhól í útblæstri eftir að hafa borðað súrdeigsbrauð – „Ég hef aldrei drukkið“

Ökumaður á Akureyri mældist með alkóhól í útblæstri eftir að hafa borðað súrdeigsbrauð – „Ég hef aldrei drukkið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkja og synir látins manns tókust á um séreignasparnað og túlkun kaupmála

Ekkja og synir látins manns tókust á um séreignasparnað og túlkun kaupmála