fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. maí 2025 13:00

Sæþór Benjamín Randalsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að verið sé að reyna að rústa mannorði hans og að gerð hafi verið tilraun til þess að fjárkúga hann.

DV barst ábending og nokkur fjöldi skjáskota sem sýna eiga kynferðislegt spjall Sæþórs við unglingspilt. Aðspurður um aldur segist pilturinn vera 16 ára, en þrátt fyrir það virðist sem Sæþór haldi spjallinu áfram og biður piltinn um myndir.

Spjallið á að hafa átt sér stað á Grindr innan síðustu sex mánaða að sögn heimildarmanns DV. Grindr er stefnumótaapp samkynhneigðra karlmanna. Skjáskotum af samtalinu var síðan deilt í lokaðan hóp á Telegram í mars. Hópurinn hefur komið nokkuð við sögu í fréttum undanfarið, en um er að ræða tálbeituhóp ungmenna sem segjast berjast gegn barnaníði. 

DV bar myndirnar og ábendinguna undir Sæþór sem vísar öllum ásökunum á bug með skriflegu svari:

„Þetta eru uppspunnir skjáskot, það er mjög auðvelt að gera það, eins og ég hef sýnt á meðfylgjandi skjáskotum.

Fólk sem hefur notað internetið nýlega getur vottað að það eru notendur sem reyna að kúga eða þykjast vera aðrir.“

Með svarinu sendi Sæþór tvær myndir tilbaka þar sem leit út eins og blaðamaður væri á skjáskotunum. Engin staðfesting hefur fengist á uppruna samtalsins og skjáskotum af því, og ekkert sem staðfestir að Sæþór sé sá sem tekur þátt í spjallinu.

Sæþór segir í samtali við Nútímann að reynt hafi verið að kúga hann til greiðslu með því að dreifa meintu skjáskoti úr spjallinu. Segist hann ekki ætla að kæra málið til lögreglu að svo stöddu enda viti hann ekki hvaðan ásakanirnar koma og erfitt sé að rekja málið gegnum forrit eins og Telegram. Sæþór segir tímasetningu á birtingu skjáskotanna enga tilviljun, hana megi rekja til núverandi stöðu hans innan Sósíalistaflokksins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Í gær

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“
Fréttir
Í gær

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“