fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Nýtt fólk náði völdum í Sósíalistaflokknum – Kanónur segja sig úr flokknum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. maí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallarbylting varð í Sósíalistaflokknum í dag og ný fylking er sögð hafa náð völdum í flokknum. V greinir frá þessu.

Sanna Magdalena var kjörin pólitískur leiðtogi flokksins en listi sem hún fór fyrir varð undir í kosningum til nefnda og ráða flokksins. Á þeim lista voru meðal annars Gunnar Smári Egilsson, sem lengi hefur verið holdgervingur flokksins.

Listinn sem náði undirtökunum var undir forystu Karls Héðins Kristjánssonar. Miklar deilur hafa verið innan flokksins undanfarna mánuði. Í frétt RÚV segir: „Karl Héðinn hefur verið mjög gagnrýninn á forystu flokksins og sagði sig úr kosningastjórn í mótmælaskyni fyrr á árinu. Hann og hans fólk bauð sig fram svo að segja til höfuðs fylkingu Gunnars Smára Egilssonar, fráfarandi formanns framkvæmdastjórnar flokksins, og Sönnu Magdalenu.“

Heitar umræður eru hafnar á spjallþráðum sósíalista á Facebook, m.a. Rauða þræðinum. Meðal annars er kvartað undan smölun á þingið.

María Lilja Þrastardóttir blaðamaður, sem er þekkt úr flokkstarfinu, lýsir því yfir á Rauða þræðinum að hún hafi sagt sig úr flokknum. „Ég get ekki með góðri samvisku starfað með því fólki sem náði á blað í dag. Ég tel þau ekki starfa í þágu þeirra hópa sem ég er í forsvari fyrir,“ segir hún.“

Ármann Hákon Gunnarsson skrifar:

„Núna þegar Alþýðufylkingin 2.0 er búin að taka yfir flokkinn má búast við því að flokkurinn fái sama fylgi og Alþýðufylkingin 1.0 fékk alltaf í kosningunum á sínum tíma. Það sem maður er dapur í hjarta yfir þessum örlögum. Ég finn til með þeim sem ætla að halda áfram að starfa í flokknum eftir þessa fjandsamlegu yfirtöku.

P.S. Pínu spes að sjá sama fólk vera brjálað yfir því að Sanna skyldi segja opinberlega frá því hverja hún ætlaði að kjósa en finnast það svo bara frábært og gott lýðræði að vera með leynilista sem er dreift til þess að allir kjósi eins en ekki eftir sinni sannfæringu“

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, hefur einnig sagt sig úr flokknum og birtir þessa yfirlýsingu:

„Eftir uppákomu dagsins, og bæði óvandaða og ólýðræðislega framvindu flokksbrots áskorenda, sér í lagi í aðdraganda aðalfundar hef ég sagt mig úr Sósíalistaflokknum.

Ég hef ekki áhuga á að starfa innan þeirrar allsherjarstjórnar og menningar sem varð ofan á við kosningar á aðalfundi.

Erindi áskorenda var að mörgu leyti innihaldsríkt og margt sem ég vildi styðja eða veita minn stuðning og brautargengi. En framvindan hefur að mestu leyti verið borin upp af heift og angri vegna persónulegs ágreinings. Hjá sumum í hópi áskorenda virðist vera um að ræða sjálfsupphafin yfirburðakennd, metnaður, einhversskonar hefnd og egóismi. Svo eru því miður í hópi áskorenda hreinræktaðir ófriðarseggir sem taka flest mannamót í gíslingu.

Mér finnst þessi ósköp óvönduð og illa ígrunduð. Þarna hefur skort að mínu mati næmni, þolgæði og greind til að huga að framvindu sósíalisma í stóra samhenginu.

Ég þakka öllu því góða fólki sem ég hef verið svo heppinn að kynnast, og mörg þeirra úr hópi áskorenda sem nú tóku þátt í þessari uppákomu. Ég þakka öllum sem hafa unnið að framvindu félagsleg réttlætis innan eða samhliða Sósíalistaflokknum.

Ég vona að jarðvegur fyrir sósíalisma verði frjór á komandi ánum og að upp rísi nýr vettvangur fyrir þróun á sósíalískri baráttu og upprisu þeirra sem líða fyrir óheft markaðshagkerfi samtímans.

Kær kveðja

Guðmundur Hrafn“

Uppfært kl. 18:40: Hvað ætlar Sanna að gera?

Ekki virðist öruggt að Sanna taki leiðtogasætið ef marka má stutta FB-færslu sem hún birti. Þar segir hún:

„Ég ætla að taka næsta sólarhring til að melta stöðuna. Í kvöld ætla ég að fara á xxxRottweilerhunda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurftu að neyða hvalveiðimenn til að afhenda veiðidagbækur

Þurftu að neyða hvalveiðimenn til að afhenda veiðidagbækur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaðurinn á Skyggnisbraut í gæsluvarðhaldi – Árásarþoli með alvarlega áverka en ekki í lífshættu

Árásarmaðurinn á Skyggnisbraut í gæsluvarðhaldi – Árásarþoli með alvarlega áverka en ekki í lífshættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið