fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. maí 2025 07:00

Trump er ekki sáttur við Springsteen. Mynd: EPA-EFE/Erin Schaff / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þremur færslum á samfélagsmiðlinu sínum, Truth Social, veittist Donald Trump að goðsögninni Bruce Springsteen sem er fjarri því að vera hrifinn af Trump og því sem hann stendur fyrir.

Forsetinn kallaði Springsteen meðal annars „uppáþrengjandi, viðbjóðslegan bjána“ og „andlega óhæfan bjána“.

Ástæðan fyrir þessari reiði forsetans er að Springsteen gagnrýndi Trump og stjórn hans ítrekað á tónleikum sem hann hélt nýlega í Manchester á Englandi. „Í heimalandi mínu, Bandaríkjunum sem ég elska, Bandaríkjunum sem ég hef skrifað um og hafa verið útvörður vonar og frelsis í 250 ár, í augnablikinu eru þau í höndunum á spilltri, vanhæfri og sviksamri stjórn“, sagði Springsteen meðal annars á tónleikunum að sögn The Mirror.

„Í kvöld biðjum við alla sem trúa á lýðræði og það besta í bandarísku tilrauninni, um að standa með okkur, hækka röddina gegn einræðisöflum og láta frelsið hringja!“ sagði hann einnig.

Þetta féll nú heldur betur ekki í kramið hjá Trump sem beið ekki boðanna með að setjast við lyklaborðið og ausa úr skálum reiði sinnar.

„Ég sé að hinn mjög svo ofmetni Bruce Springsteen hefur farið til útlanda til að tala illa um forseta Bandaríkjanna. Mér hefur aldrei líkað við hann, aldrei líkað við tónlist hans eða vinstrisinnaðar stjórnmálaskoðanir hans, og það mikilvægasta af öllu er að hann er alls enginn hæfileikamaður,“ skrifaði hann meðal annars.

Í annarri færslu sagði hann Springsteen vera „heimskan eins og stein“ og „uppþornaða rokkara sveskju“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut
Fréttir
Í gær

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Í gær

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum