fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Pútín kallar Zelenskyy nasista – Þetta er ástæðan fyrir því

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. maí 2025 03:11

Pútín og Zelenskyy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ítrekað kallað Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, nasista og sagt stjórn hans vera stjórn nýnasista. Þetta hljómar undarlega í eyrum margra því foreldrar Zelenskyy eru gyðingar.

En það er ákveðin ástæða fyrir þessum orðum Pútíns að mati Vibe Termansen, sem er sagnfræðingur með sérstaka áherslu á sögu Austur-Evrópu. Í samtali við TV2 sagði hún að Rússar líti á sig sem þjóð sem hafi verið stórveldi öldum saman. Núverandi landamæri landsins séu aðeins til bráðabirgða. Ástæðan sé að sjónarhorn þeirra miðast við þann tíma sem Rússland var stærra og náði að minnsta kosti yfir Úkraínu.

Hún sagðist telja að ummæli Pútíns um nasista í Úkraínu megi rekja til sögulegra sjónarmiða Rússa. Í síðari heimsstyrjöldinni hafi Jósef Stalín, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, talið að andspyrnuhreyfingin, í þeim löndum sem Sovétmenn  réðust inn í, væri hreyfing nasista. Hann gat ekki skilið að andspyrnuhreyfing gæti verið hluti af þjóðernishreyfingu. Í hans huga þýddi það að vera nasisti bara að maður var á móti Sovétríkjunum. Þetta sé viðhorf Pútíns í dag.

Hún sagði að sjálfsmynd Rússa sé að landið þeirra sé besta landið í heiminum af því að það sé það stærsta. Þessi sjálfsmynd hafi gert að verkum að rússneskum hermönnum hafi brugðið mjög þegar þeir réðust inn í Úkraínu. Þeir hafi verið hissa á að þeim hafi ekki verið tekið opnum örmum. Þeir hafi talið sig vera að frelsa úkraínsku þjóðina undan stjórn „nasistans“ Zelenskyy og að Úkraínumenn myndu um leið sjá að það væri betra að vera hluti af Rússlandi sem Rússar telji stærra og betra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Reisa styttu af De Bruyne
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Í gær

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Í gær

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spældur og krefst svara frá olíufélögunum – „Þetta eru ekkert annað en svik“

Vilhjálmur spældur og krefst svara frá olíufélögunum – „Þetta eru ekkert annað en svik“
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Mikill viðbúnaður vegna farþegaskips við Ísafjarðardjúp – Tvær þyrlur á vettvang

Mikill viðbúnaður vegna farþegaskips við Ísafjarðardjúp – Tvær þyrlur á vettvang
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“