fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. maí 2025 15:00

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og Steinunn Þórðardóttir formaður LÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknafélag Íslands telur fullyrðingar um að rýmkun á ávísanarétti lyfja sé fallið til að létta undir með læknum dapurlega og hlægilega. Félagið leggst gegn frumvarpi um slíkt með fullum þunga og segir öryggi sjúklinga ógnað.

Frumvarpið lagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra fram til að bregðast við lyfjaskorti í landinu og var unnið í samstarfi við Lyfjastofnun og Embætti Landlæknis. Er það ekki alveg nýtt af nálinni heldur byggir á drögum af eldra frumvarpi frá árinu 2023 sem Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra samdi.

Í greinargerð segir að frá árinu 2021, í covid- faraldrinum, hafi komið upp atvik sem sýni fram á nauðsyn breytinga á lögunum. Lyfjastofnun hafi ekki haft heimildir til að bregðast nægilega við lyfjaskorti til að lágmarka áhrif hans á sjúklinga.

Í umsögn Læknafélagsins, sem skrifuð var af formanninum Steinunni Þórðardóttur, á þriðjudag segir að félagið leggist gegn því af fullum þunga að ríkur vilji virðist vera til þess að fjölga heilbrigðisstéttum sem hafi heimildir til að ávísa lyfjum.

Lyfjafræðingar megi ávísa bólusetningarlyfjum

Í dag hafa aðeins læknar og tannlæknar almennt leyfi til þess að ávísa lyfjum. En hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa hlotið sérstakt leyfi landlæknis til að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna.

Hefur staðið vilji til að rýmka þessar reglur. Meðal annars til að veita lyfjafræðingum ávísunarheimild til bólusetningarlyfja. En því mótmæla læknar harðlega.

Sjúklingum ógnað

„LÍ telur slíka þróun ekki vera í þágu öryggis sjúklinga og telur þvert á móti að að öryggi sjúklinga verði beinlínis ógnað með slíkum áformum,“ segir Steinunn í umsögninni.

Ástæðan sem nefnd hefur verið er sú að rýmkun á ávísanarétti myndi létta undir með læknum. Læknafélagið tekur ekki undir þær röksemdir nema síður sé.

Sjá einnig:

Veita á fleiri heilbrigðisstéttum leyfi til að ávísa lyfjum

„LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega,“ segir í umsögninni. „Ávísun lyfja krefst víðtækrar þekkingar í sjúkdómafræði, klínísku mati, klínískri reynslu, þekkingu á sjúkrasögu og lyfjasögu sjúklings.“

Lög geri ráð fyrir að það séu eingöngu læknar sem geti ákveðið lyfjameðferð sjúklinga eftir að hafa greint þá, „þó illu heilli hafi fyrir nokkrum misserum síðan verið opnuð smuga varðandi lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hormónalyfjameðferð fyrir konur.“

Kalli á sérstaka menntun

Undirstrikar hún að læknar hafi aldrei kvartað yfir álagi sem fylgir vinnu við lyfjaávísanir. Læknar hafi engan áhuga á því að af þeim sé létt störfum sem tengist slíkum ávísunum. Lyfjameðferð snúist ekki aðeins um að ávísa lyfjum, hún felist einnig í að fylgja lyfjameðferð eftir, endurskoða og hætta ef þurfi.

„Ávísun lyfja til lyfjameðferðar kallar á menntun sem fæstar ef nokkrar heilbrigðisstéttir hafa, aðrar en læknar,“ segir Steinunn og óskar eftir fundi með velferðarnefnd Alþingis til að ræða frumvarpið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baltasar og Ólafur Jóhann taka höndum saman aftur – Að þessu sinni í íbúð 10B

Baltasar og Ólafur Jóhann taka höndum saman aftur – Að þessu sinni í íbúð 10B
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“ 

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“ 
Fréttir
Í gær

Sakar Hörð Torfa um að skreyta sig með stolnum fjöðrum

Sakar Hörð Torfa um að skreyta sig með stolnum fjöðrum
Fréttir
Í gær

Orðinn langþreyttur á innbrotum og býður 300 þúsund króna fundarlaun fyrir hið nýjasta – „Það er ógeðslegt hvernig þetta er orðið“

Orðinn langþreyttur á innbrotum og býður 300 þúsund króna fundarlaun fyrir hið nýjasta – „Það er ógeðslegt hvernig þetta er orðið“