fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong keðjunnar, sem selur nikótínvörur, hefur birt mynd og nafn manns sem hann segir bera ábyrgð á innbroti í verslun King Kong í Skeifunni á aðfaranótt miðvikudags.

Segir Jón Þór að meintur innbrotsþjófur muni losna við alla eftirmála af brotinu ef hann skilar vörunum.

Sjá einnig: Orðinn langþreyttur á innbrotum og býður 300 þúsund króna fundarlaun fyrir hið nýjasta – „Það er ógeðslegt hvernig þetta er orðið“

Innbrot í verslanir King Kong, sem eru sex talsins og verða brátt sjö, hafa verið tíð á undanförnum misserum og segist Jón Þór vera langþreyttur á ástandinu. Að þessu sinni voru teknar vörur á verðmæti á milli einnar og tveggja milljóna króna.

Aðspurður hvers vegna Jón Þór viti hver sá seki er segist hann hafa fengið ítrekaðar ábendingar um manninn, sem hafi verið að stæra sig af innbrotinu og sé að selja varning úr versluninni. „Það er búið að rigna inn ábendingum um að þessi strákur sé að reyna að koma dótinu í verð, hann var búinn að gorta sig af því við einhverja að hann hafi verið að brjótast inn í King Kong,“ segir hann.

Ennfremur sést hann í upptökum úr myndbandseftirlitsvélum vera að skoða sig um í versluninni tveimur dögum fyrir innbrotið.

Segir Jón Þór að maðurinn hafi ekki langan tíma til að hafa samband við sig og skila góssinu. „Að öðrum kosti verður bara lögð fram kæra á eftir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk himinháa rukkun fyrir smábeyglu á bílaleigubíl – „Myndi ekki kalla þetta svindl en þetta er mjög ósanngjarnt“

Fékk himinháa rukkun fyrir smábeyglu á bílaleigubíl – „Myndi ekki kalla þetta svindl en þetta er mjög ósanngjarnt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Í gær

Myrti ólétta eiginkonu sína þegar hann komst að því að hún gengi með stúlku – „Ég er faðir þeirra núna. Ég skal passa þær“

Myrti ólétta eiginkonu sína þegar hann komst að því að hún gengi með stúlku – „Ég er faðir þeirra núna. Ég skal passa þær“
Fréttir
Í gær

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt