fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Bassi var að reyna að endurheimta síma sinn úr höndum leigubílstjórans þegar átök brutust út

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 15:50

Bassi Maraj. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýsing í lögregluskýrslu á innihaldi upptöku úr myndeftirlitsvél úr leigubíl sem var vettvangur meints brots sjónvarpsstjörnunnar Bassa Maraj, Sigurjóns Baltasar Vilhjálmssonar, leiðir ekki óyggjandi í ljós að Bassi sé sekur um allt það sem lýst er í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur honum.

Þannig er Bassi sagður hafa vafið posasnúru um háls leigubílstjórans en engin snúra kemur fram í lýsingu á myndbandinu. Í myndbandslýsingunni kemur fram að bílstjórinn og Bassi hafi hnoðast inni í bílnum, Bassi skipar bílstjóranum ítrekað að skila sér símanum sínum. Einnig segir í lýsingunni að Bassi sjáist taka bílstjórann hálstaki og reyna að bíta hann.

Einnig kemur fram í gögnum málsins að bílstjórinn, sem er erlendur, fór fram á hátt fjargjald fyrir að aka Bassa úr miðborg Reykjavíkur upp í Bryggjuhverfi.

Sjá einnig: Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Samkvæmt ákærunni átti atvikið sér stað í Bryggjuhverfinu í Árbænum þann 11. febrúar árið 2023. Sagt er að Bassi hafi bitið í hnakka bílstjórans og vinstri öxl, kýlt hann með krepptum hnefa í ennið, tekið hann kverkataki og vafið posasnúru um háls hans. Síðastnefndi verknaðurinn er hættulegur en miðað við myndbandslýsinguna virðist hann vera ósannaður.

Hlaut bílstjórinn tognun á hálsi, blæðingu undir slímhúð hægri auga, bitför og mar á hægri öxl og upphandlegg og yfirborðsáverka á háls og vinstri úlnlið.

Vildi 14 þúsund fyrir túr úr miðbænum upp í Bryggjuhverfi

Leigubílstjórinn  fór hann fram á 14 þúsund krónur fyrir að aka Bassa frá miðborg Reykjavíkur að Tangabryggju. Eitt stopp var á leiðinni. Bílstjórinn segir Bassa hafa gengið út úr bílnum án þess að borga en Bassi segist hafa ætlað að ná í vin sinn og fá hann til að greiða fargjaldið. Bassi var óánægður með upphæð fjargjaldsins og taldi það vera of hátt.

Leigubílstjórinn hljóp út á eftir Bassa og tók af honum símann hans. Urðu í kjölfarið átök milli mannanna inni í bílnum þar sem Bassi var að reyna að endurheimta síma sinn.

Ekki náðist í Bassa við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt heimildum DV hefur hann haldið fram sakleysi sínu af ákæru um líkamsárás. Í lögregluyfirheyrslu skömmu eftir atvikið sagðist hann ekki hafa lamið eða bitið leigubílstjórann eins og haldið er fram í ákærunni. Hann kvaðst saklaus en þótti leiðinlegt hvernig fór og bað um að fá reikningsupplýsingar til að gera upp fargjaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín kallar Zelenskyy nasista – Þetta er ástæðan fyrir því

Pútín kallar Zelenskyy nasista – Þetta er ástæðan fyrir því
Fréttir
Í gær

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Í gær

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Í gær

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu