fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 21. maí 2025 13:30

Ekki eru allir hrifnir af látunum í skellinöðrum og krossurum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með vorinu kemur fuglasöngurinn og suðið í hunangsflugunum en því miður líka fretið í skellinöðrunum sem æða um borg og bý. Víða á samfélagsmiðlum má finna íbúa kvarta yfir skerandi hávaðanum í nöðrunum sem bruna fram hjá og vekja smábörnin.

„Jæja andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt þetta er komið gott af þessum djöfulsins hávaða hérna í miðri íbúðabyggð,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Pírata, í færslu í íbúahópi Breiðholts.

Hefur færslan fengið töluverð viðbrögð og eru Breiðhyltingar sammála.

„Sendi einmitt á mömmuna í gær hvort hún gæti ekki fengið barnið til að setja hljóðkút á hjólið áður en ég tek barnið og rassskelli það,“ segir ein sem er orðin þreytt á hávaðanum. „En já þetta er alvega skuggalega þreytt sérstaklega af því þau eru svo mikið á þessu hérna í kring.“

Ekki boðlegt í íbúðahverfi

Sama umræða hefur farið fram á Völlunum í Hafnarfirði. Upphafsmaður umræðunnar þar segir að krakkarnir séu að reyna að búa til sem mestan hávaða.

„Ég nenni ekki að halda í mér enn eitt sumarið á þessari óþolandi hávaðamengun frá þessum hjólum þar sem búið er að skemma hljóðkút til þess að hjólið hljómi töff, því ekki eykur þetta hraðann ef krakkarnir halda það!“ segir hann. „Þetta er ekki eins og reiðhjólin í gamla daga með spaðaásinn og þvottaklemmuna, í alvöru, hvernig heldur einhver að þetta sé boðlegt í íbúðarhverfi. Sorry, ég er bara búinn að fá nóg.“

Einkum hafi þetta áhrif á þá sem eru með lítil börn.

„Bruna framhjá heimili manns oft á sólarhring, alla tíma sólarhrings, þenjandi þessi hávaðahjól, vekja ungabörn, þau hrökkva upp öskrandi í vögnum á svölum, krakkarnir víkja ekki á gangstéttum þó maður sé með barnavagn,“ segir hann og beinir orðum sínum til foreldra þessara krakka.

Eru margir íbúar á Völlunum sammála þessu.

„Það er ekki margt í þessu fallega lífi sem pirrar mig. En þessar hljóðkútssprengdu vespur gera mig gráhærða,“ segir ein kona. „Þarf ekki bara að fá þessa lögreglu til að taka átak hérna í hverfinu? en fyrst og fremst er þetta vandamál þeirra sem láta þessa krakka hafa pening fyrir þessum tækjum og því fylgir ábyrgð,“ segir einn maður sem vill taka málið lengra en umræðu á samfélagsmiðlum.

Vilja hávatakmarkanir

Sama umræða hefur nýlega farið fram á meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit. Búsettum víða um land.

„Ég er búinn að vera á þessari jörð í þrjátíu ár og á enn þá eftir að finna eitthvað sem er kjánalegra en hávær mótorhjól,“ segir einn netverji sem finnst ekki mikið til þessarar menningar koma.

„Þetta er gjörsamlega óþolandi. Ef maður er að borða úti á veitingastað og það keyrir einhver fram hjá á svona prumpdollu þarf maður að hætta að spjalla í svona 5 mínútur vegna óbærilegs hávaða. Má ekki í alvöru setja hávaðatakmarkanir á mótorhjól?“ spyr annar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar