Myndband sem íbúi í Úlfarsárdal tók frá heimili sínu sýnir mann veitast að tveimur karlmönnum úti á götu. Myndbandið er tekið úr nokkurri fjarlægð en svo virðist sem hann leggi til annars mannsins með áhaldi eða vopni.
Við greindum fyrr í dag frá viðamikilli lögregluaðgerð við Skyggnisbraut. Var götunni lokað um tíma.
Karlmanns var leitað vegna vegna hnífstungu en árásarþoli hafði verið fluttur á sjúkrahús.
Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 4, hefur nú upplýst í símtali við DV að grunaður árásarmaður hafi verið handtekinn. Hún staðfestir jafnframt að árásarþoli hafi verið karlmaður og að árásin hafi átt sér stað utandyra.
Íbúar í hverfinu eru mjög slegnir vegna atburðarins enda átti árásin sér stað um hájartan dag úti á götu í barnmörgu hverfi. „Við erum að spjalla saman hérna nokkrir nágrannar og við erum mjög skelkuð eftir að hafa séð þetta myndband,“ segir einn íbúi í samtali við DV.
Málið er í rannsókn og frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Myndbandið frá vettvangi má sjá hér að neðan:
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“