Veðrið er búið að vera bongó um helgina. Landsmenn hafa notið veðurblíðunnar og dýrin þeirra um leið. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna benda dýraeigendum á að gæta að dýrum sínum í góða veðrinu:
„Í svona miklum hita og sól eins og var í gær og enn heitara í dag, lenda hundar mest í ofhitnun. Kettir eru betri að koma sér í skugga.
Ofhitnun, heat stroke, getur gerst hratt hjá hundum til dæmis og valdið dauða á 15 mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. Við vitum um allavega tvo hunda sem enduðu á dýraspítala í gær með hita sjokk en eru báðir á lífi vegna snöggra viðbragða eiganda. Edit: allavega einn ef ekki fleiri hundar voru ekki svo heppnir og dóu því miður í gær vegna þess.
Haldið hundunum í skugga, helst inni í dag. Farið ekki í langa göngutúra fyrr en sólin sest. Hafið nóg af vatni fyrir dýrin ef þau eru úti og kælið hundinn með vatni á loppur reglulega. Stuttnefja hundar eru í meiri hættu að ofhitna. Alls ekki skilja hund eftir inni í bíl í hitanum.
Endilega setja auka vatnsskál út fyrir kisur og fugla í hitabylgjunni.
Ef ofhitnun á sér stað þá er opið á Animalía dýraspitalanum í Grafarholti 24/7.
Njótið dagsins og pössum dýrin.“