fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. maí 2025 16:30

Mynd úr safni. Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið er búið að vera bongó um helgina. Landsmenn hafa notið veðurblíðunnar og dýrin þeirra um leið. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna benda dýraeigendum á að gæta að dýrum sínum í góða veðrinu:

Í svona miklum hita og sól eins og var í gær og enn heitara í dag, lenda hundar mest í ofhitnun. Kettir eru betri að koma sér í skugga.

Ofhitnun, heat stroke, getur gerst hratt hjá hundum til dæmis og valdið dauða á 15 mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. Við vitum um allavega tvo hunda sem enduðu á dýraspítala í gær með hita sjokk en eru báðir á lífi vegna snöggra viðbragða eiganda. Edit: allavega einn ef ekki fleiri hundar voru ekki svo heppnir og dóu því miður í gær vegna þess.

Haldið hundunum í skugga, helst inni í dag. Farið ekki í langa göngutúra fyrr en sólin sest. Hafið nóg af vatni fyrir dýrin ef þau eru úti og kælið hundinn með vatni á loppur reglulega. Stuttnefja hundar eru í meiri hættu að ofhitna. Alls ekki skilja hund eftir inni í bíl í hitanum.

Endilega setja auka vatnsskál út fyrir kisur og fugla í hitabylgjunni.

Ef ofhitnun á sér stað þá er opið á Animalía dýraspitalanum í Grafarholti 24/7.

Njótið dagsins og pössum dýrin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið