fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Aðaltorgið á Ísafirði málað til stuðnings trans réttindum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vonum að þetta litla framtak okkar frá litla bænum okkar í afskekktum firði á Íslandi megi veita öðrum innblástur og gefa þeim þá von sem við þurfum öll á að halda,“ segir Diego Ragnar Angemi, meðlimur hópsins Queer Westfjords og íbúi á Ísafirði, þar sem aðaltorgið verður málað með trans fánalitum.

Vefurinn GayIceland fjallar um og segir að líta megi á framtakið sem lifandi tákn um þátttöku og von, á alþjóðlegum degi gegn hómófóbíu, tvífóbíu og transfóbíu, sem haldinn var laugardaginn 17. maí.

„Hugmyndin hefur almennt fengið góðar viðtökur meðal hópsins, það er sameiginlegur skilningur að innan LGBTQIA+ fjölskyldunnar sé transgender samfélagið það sem hefur fengið harkalegustu viðbrögðin að undanförnu,“ segir Diego.

Hann bætir við að þegar hópurinn hafi beðið bæjarstjórann á Ísafirði um leyfi og stuðning við nýja regnbogann hafi þeir fengið tafarlausan og skilyrðislausan stuðning. „Sem í hreinskilni sagt gerði okkur öll mjög ánægð og stolt af því að búa í þessum bæ.“ 

Hópurinn sem Diego vísar til, Queer Westfjords eða Hinsegin Vestfirðir, hópur hinsegin fólks sem býr á eða tengist Vestfjörðum, er skipulagður í gegnum Facebook hóp. Hópurinn sem telur 150 meðlimi hefur verið til í nokkur ár.

Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að fá hugmyndina um að mála torgið samþykkta.

Diego Ragnar Angemi

Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt er gert á Ísafirði – hvað varðar sýnileika trans fólks?

„Já. Undanfarin þrjú ár höfum við alltaf málað „staðal“ sexlita regnbogann. En í ár ákváðum við að hafa sexlita regnbogann í upphafi og enda leiðarinnar, á meðan hann mun breytast í liti trans fánans.“

„Á síðasta ári sýndu kvikmyndahús víða um Ísland íslensku myndina Ljósvíkingar sem fjallar um trans konu (leikin af Örnu Magneu Danks) sem kemur út í sjávarþorpi – og það þorp er Ísafjörður og myndin var tekin upp hér,“ segir Diego.

„Einnig fyrir nokkrum árum var hlutverk Fjallkonu á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní, sem leiðir bæjargönguna og heldur opinbera ræðu, í höndum Veigu Grétarsdóttur, trans konu og ísfirðings,“ segir Diego.

En hvernig varð hugmyndin að trans regnboganum til?

„Við lifum á áhugaverðum tímum, vægast sagt. Víða um heim eru LGBTQIA+ réttindi að verða fyrir bakslagi og það er nokkuð ljóst að eitt samfélag í fjölskyldu okkar er fyrst og fremst skotmark sem aldrei fyrr: transfólks samfélagið. Það sem er að gerast með réttindi trans fólks í Bandaríkjunum, í Bretlandi með nýrri mismununarlöggjöf fyrir örfáum vikum síðan, og með ofbeldi á Íslandi, er óviðunandi,“ segir Diego.

„Þess vegna munum við í ár nota liti trans fánans til að endurmála regnbogann á Silfurtorgi, aðaltorgi Ísafjarðar. Þetta er táknræn en samt sjónrænt kröftug leið til að koma öllum saman í einu samfélagi, það sem er mest jaðarsett, það sem er trans fólk, og segja djarflega saman „trans réttindi eru líka réttindi okkar!“

Diego segir að það að mála regnbogann á aðaltorgi Ísafjarðar á alþjóðlegum degi gegn hómófóbíu, tvíkynhneigð og transfóbíu (IDAHOBIT), 17. maí, sé framtak sem er mikilvægt.

„Því nú sem aldrei fyrr þurfum við að finna von í mannkyninu, sem virðist hafa snúist í átt að hatri og kúgun,“ útskýrir hann. „Við vonum að þetta litla framtak okkar frá litla bænum okkar í afskekktum firði á Íslandi megi veita öðrum innblástur og gefa þeim þá von sem við þurfum öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“