fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. maí 2025 03:15

Trump hegðar sér eins og guð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump tekur sér völd í þvílíkum mæli að slíkt hefur aldrei áður sést og stillir sér upp sem guðdómlegum sigurvegara. En í raun og veru bíður hann hvern ósigurinn á fætur öðrum og síðasta tilkynning hans, um viðskiptasamning við Bretland, er ekkert annað „blekking“.

Svona hefst úttekt Jótlandspóstsins á stöðu mála í Bandaríkjunum þessa dagana. Bent er á að Trump stilli sér upp sem allt frá því að vera frelsari til konungs og nú síðast sem páfi. Hann hafi þó sjálfur sagt gervigreindarmyndina, af sér í páfabúningi, vera grín.

En sannleikurinn er að í sívaxandi mæli stillir hann sé upp sem almáttugum og guðdómlegum og sem hann sé hafinn yfir lögin. Dæmi um þetta er í nýlegu viðtali við NBC þar sem hann var spurður hvort hann neyðist til að virða bandarísku stjórnarskrána. „Ég veit það ekki,“ svaraði hann aðeins þremur mánuðum eftir að hafa svarið þess að gera það.

Hann hefur áður sagt að „sá sem bjargar landinu sínu, brýtur engin lög“.

Hann hefur einnig gælt opinberlega við hugmyndina um að sækjast eftir að vera forseti í þrjú kjörtímabil þrátt fyrir að stjórnarskráin banni það.

Í úttektinni er bent á að Bandaríkjamenn upplifi nú hvernig það er að vera með forseta sem sér engin takmörk á völdum sínum og virðist ekki hafa áhyggjur af að það hafi afleiðingar fyrir hann að grafa augljóslega undan lýðræðinu.

Gagnrýnendur tala um að hér sé verið að taka einræði upp hægt og rólega. En Trump leynir þessu ekki einu sinni, allt gerist þetta fyrir opnum tjöldum.

Trump notar forsetatilskipanir í miklum mæli til að gera það sem honum sýnist, til dæmis við að hóta háskólum landsins fjársvelti ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum hans og um leið gengur hann mjög langt í að kæfa alla gagnrýni á sig. Hann saksækir þekkta og virta fjölmiðla, stöðvar fjárframlög til tveggja stærstu opinberu fjölmiðlanna og útilokar AP fréttastofuna frá Hvíta húsinu til að gera pláss fyrir MAGA-fjölmiðla.

Hann berst einnig hatrammlega gegn stórum lögmannsstofum með því að gefa út forsetatilskipanir sem útiloka þær frá alríkisbyggingum og refsar viðskiptavinum þeirra. Þetta hefur orðið til þess að stofurnar hafa fundið sig knúnar til að ganga til samninga við Hvíta húsið.

Trump og stjórn hans hunsa úrskurði alríkisdómstóla og meira að segja úrskurð hæstaréttar sem hefur skipað stjórninni að sjá til þess að innflytjandi, sem var fluttur nauðugur úr landi, geti snúið aftur til Bandaríkjanna.

En þrátt fyrir að Trump hegði sér eins og útsendari guðs sem þarf ekki að fylgja lögum og reglum, þá getur hann endað sem hinn frægi „Trölli sem stal jólunum“.

Ruglingslegt tollastríð hans kemur mjög illa niður á þeim kjósendum sem kusu hann í þeirri trú að hann gæti tryggt lægra verðlag í Bandaríkjunum. En nú gerist hið gagnstæða, ekki síst vegna 145% tolls á Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi