News.com.au greinir frá því að tveir hlutir séu á algjörum bannlista í höllinni og það fyrrnefnda eru svokallaðar blautþurrkur sem margir þekkja.
„Þó að þær séu auglýstar þannig að það megi sturta þeim niður brotna þær ekki niður í kerfinu eins og venjulegur klósettpappír,“ segir Anne.
Bannið kemur ekki til af góðu því blautþurrkur munu hafa skapað töluverð vandamál í lögnunum undir konungshöllinni og hefur þurft að ráðast í kostnaðarsamar viðgerðir þar sem þær hafa átt það til að stíflast.
Hinn hluturinn á bannlistanum eru ilmkerti og er ástæðan sögð sú að þau geta dreift óæskilegum eiturefnum út í loftið.
„Margir átta sig ekki á því að ilmkerti hleypa eitruðum efnum út í loftið. Á stað eins og í Buckingham-höll, þar sem loftgæðunum er stjórnað með býsna nákvæmum hættu, eru þau á algjörum bannlista,“ segir Anne.