fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, sagði í viðtali við Morgunblaðið að útlit væri fyrir að starfsemi Fjölskylduhjálparinnar verði hætt í haust, meðal annars vegna þess að samtökin hafi ekki fengið úthlutað styrk frá félags- og húsnæðismálaráðuneyti.

Ásgerður gagnrýndi félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, sem þekki starf Fjölskylduhjálpar en þó sagt Ásgerði að hún gæti ekkert gert í málinu.

Ráðherra hefur brugðist við frétt DV um málið en í yfirlýsingu kemur fram að eðlileg skýring sé á því hvers vegna Fjölskylduhjálp fékk ekki velferðarstyrk í ár. Samtökin sóttu nefnilega ekki um slíkan styrk.

Auglýst var eftir umsóknum um styrkina síðasta haust og fylla þurfti út umsókn í gegnum rafrænt form á vef Stjórnarráðsins. Það gerði Fjölskylduhjálp ekki.

Ráðherra tekur fram að það sé óumdeilt að hennar mati að Fjölskylduhjálp hefur veitt ómetanlegan stuðning í formi matargjafa og hafi hún því leitað leiða til að styðja samtökin frekar.

„Í mínum huga er óumdeilt að Fjölskylduhjálp Íslands hefur veitt ófáum fjölskyldum ómetanlegan stuðning í formi matargjafa, enda hef ég verið að leita leiða í ráðuneytinu, burtséð frá þessari formlegu umsókn sem ekki barst, til þess að styðja frekar þau góðu verk sem Fjölskylduhjálp Íslands vinnur í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda.“

Sjá einnig: Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Í gær

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Í gær

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu