fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir útlit fyrir að starfsemi Fjölskylduhjálparinnar verði hætt í haust. Samtökin hafa reitt sig á matargjafir frá fyrirtækjum fyrir skjólstæðinga sína en fastur kostnaður er einnig umtalsverður og undir honum er erfitt að standa.

Má þar meðal annars nefna kostnað við leigu og vegna rafmagns, hita, reksturs bifreiðar og laun fyrir bókara, gjaldkera og endurskoðanda.

Ásgerður lýsir þessu í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hún gagnrýnir til dæmis Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra.

Í frétt Morgunblaðsins er bent á að ýmis hjálparsamtök hefðu fengið fé úthlutað í mars síðastliðnum þegar Inga Sæland veitti styrki til samtaka sems tarfa að félags- og velferðarmálum. Fjölskylduhjálpin var ekki þar á meðal og er Ásgerður Jóna sár vegna þess.

„Hún þekk­ir starfið og veit hvað það er mik­il­vægt. Ég talaði við hana í þrígang. Í fyrsta sím­tal­inu var allt mjög já­kvætt. Svo hitti ég hana á lands­fundi Flokks fólks­ins og spurði hana um málið. Þá sagðist hún hafa lagt þetta fyr­ir rík­is­stjórn og þar hafi því verið synjað því eng­ir pen­ing­ar væru til. Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert. Hún væri búin að senda er­indið inn í ráðuneytið og gæti ekki skipt sér meira af því,“ segir Ásgerður við Morgunblaðið og viðurkennir að hún sé ekki sátt.

„Við erum stærstu hjálp­ar­sam­tök lands­ins og fáum höfn­un. Auk þess erum við ein með opið bókhald. Maður er svo­lítið fúll yfir þessu.“

Ásgerður segist þó ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana og hefur hún sent beiðni til 600 fyrirtækja um að gerast bjargvættir Fjölskylduhjálparinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“
Fréttir
Í gær

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði