fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í gær þegar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sendi ákall til íslenskra landsliðskvenna í handbolta um að spila ekki leiki sína gegn Ísrael sem fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í kvöld og á morgun.

Í pistli á Facebook sagði Kristinn að landsliðskonur Ísraels hefðu ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði gegn íbúum Gaza. Þær séu samt hluti af þeirri vél.

„Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim. Ekki fara í þennan leik. Ég veit að þetta virðist stór bón en lítið á þetta sem stórt tækifæri, möguleika á því að senda svo kröftug skilaboð til heimsins alls að eftir þvi verður tekið,“ sagði hann.

Sjá einnig: Kristinn sendir ákall til íslenskra landsliðskvenna:„Ekki fara í þennan leik“

Vill staldra við eitt

Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður á Vísi, skrifaði pistil um málið í morgun þar sem hann fór ekki í grafgötur með það að íslenska liðið væri sett í þrönga stöðu gegn sínum vilja. Kominn væri tími á að alþjóðleg íþróttahreyfing tæki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni og skiljanlega sé kallað eftir sniðgöngu vegna þess sem gengur á í Palestínu.

Hann vísar svo í orð Kristins og segir að staldra þurfi við þegar blóð er sagt á höndum leikmanna íslenska liðsins vegna komandi leikja.

„Það má velta fyrir sér sanngirninni í því að varpa allri ábyrgð til leikkvenna íslensks landsliðs sem ætlar sér á heimsmeistaramót og varð fyrir því óláni að dragast gegn Ísrael. Íþróttakonur sem eru settar í ómögulega stöðu og þora vart að koma í viðtöl af ótta við viðbrögð almennings. Að segja að hendur þeirra verði ataðar palestínsku blóði við að mæta ísraelsku liði er ósanngjarnt. Auðvitað þarf einhver að stíga skrefið en sú ábyrgð liggur hjá íslenskri íþróttahreyfingu og íslenskum stjórnvöldum, sem hafa verið jafn áberandi aðgerðalaus,” sagði Valur Páll í pistli sínum.

Blóð berist víst á hendur íslensku stelpnanna

Nú hefur Kristinn birt aðra færslu þar sem hann segir hreint ekki svo ósanngjarnt að halda því fram að kvennalandslið Ísraels mæti með blóðugar hendur og það berist blóðið á hendur íslensku stelpnanna ef þær hunsa ekki leikinn.

„Íslensku stelpurnar eru að keppa við fulltrúa þjóðarmorðingja og fulltrúa Ísraelshers (IDF). Vegna þess að þar í landi er almenn herskylda hafa þessar ísraelsku gengt herskyldu. Nema þær hafi fengið undanþágu sem er óalgengt. Listi yfir leikmenn Ísraels er nokkuð falinn en ég fann þó mynd af fyrirliða liðsins í búningi hersins,“ segir hann.

Hann segir að öll þátttaka Ísraels í menningar- og íþróttaviðburðum sé hluti af því áróðursstríði að réttlæta þjóðarmorðið. Hann tekur undir með Vali Páli um að HSÍ hafi ekki tekið af skarið og sett íslenska liðið í þesa stöðu. Þá sé það einnig rétt að það sé óþolandi að alþjóðlegu íþróttasamtökin taki ekki af skarið.

„Það er samt ekkert ósanngjarnt að biðja þessar ungu konur að láta ekki tækifærið fram hjá sér fara og mótmæla. Þú telur að þau mótmæli skipti engu máli og ekki nokkur maður taki eftir þeim. Það tel ég að öllum líkindum rangt og auk þess aukaatriði. Ef allir hugsuðu þannig að tillegg þeirra í sjálfsagða mannréttindabaráttu skipti engu máli myndi engin árangur nást. Það er uppgjöf sem þjónar þjóðarmorðingjunum.

Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn. Hversu stór er hún? Hversu stór er sú fórn að eiga að baki það móment að geta minnst með stolti að hafa fylgt sannfæringu sinni? Er það ekki tækifæri fremur en fórn,” spyr Kristinn.

Færsla Kristins í heild sinni.

Pistill Vals Páls í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”