fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Íris Fanndal, varaþingmaður Flokks fólksins, segir að blóðmerahald sé séríslenskt fyrirbæri sem heimurinn hafi ekki velþóknun á. Þessi iðnaður hafi sársauka og þjáningar í för með sér fyrir dýrin og eini tilgangurinn sé að framleiða frjósemislyf fyrir gyltur.

Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is. Elín bendir á að við blóðmerahald sé beitt stórri nál og með henni dregnir 5 lítrar af blóði úr örvinglaðri hryssu einu sinni í viku. Síðan skrifar hún:

„Það eina sem mannfólkið býður þessum dýrum upp á er hávaði, hefting, högg, spörk og sársauki. Hesturinn er hjarðdýr og ef að honum er sótt er það í eðli hans að flýja. Það útskýrir ótta og mikil umbrot hryssanna við þessa grimmilegu árás.

Skoðum aðeins eina tilganginn með þessum iðnaði. Hann er eingöngu sá að framleiða frjósemislyf fyrir gyltur sem felur í sér aðra miskunarlausa nýtingu á dýrum og hreina níðslu.

Gyltur hefja og ljúka stuttu lífi sínu inni í afar þröngu rými í gluggalausri verksmiðju. Við það að dæla í þær ákveðnum hormónum unnum úr blóði úr fylfullum hryssum, eykst frjósemi þeirra og þar með níðsla á þeim enn frekar. Tilgangurinn helgar svo vægt sé til orða tekið ekki meðalið!

Heimurinn horfir til okkar vegna þessa blóðtökuiðnaðar og aldeilis ekki neinum aðdáunaraugum. Þessi sýn á íslenskan landbúnað er okkur til mikils vansa. Íslenskir hrossaræktendur verða þess einnig varir að erlendir kaupendur eru teknir að spyrna við fótum vegna orðsporsins sem fer af blóðmerahaldi. Þannig að þetta skemmir einnig út frá sér.“

Sjá nánar á Vísir.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“