fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 16:30

Árni Rúnar er ekki sáttu við vinnubrögð meirihlutans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnihluti Samfylkingar og Viðreisnar í Hafnarfirði gagnrýnir það að mötuneyti fyrir eldra fólk að Sólvangsvegi 1 hafi verið lokað mánuðum saman. Kvartanir hafa borist vegna þessa en meirihlutinn lofar að opna það aftur.

„Það er svolítið eins og það hafi verið tekin ákvörðun um að loka mötuneytinu án þess að taka það fyrir í fjölskylduráði, sem kemur aftan að okkur. Svo þegar málið kemur upp þá er hlaupið til og átt að setja málið í forgang. Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð,“ segir Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Næringarríkur matur og félagslíf

Um er að ræða mötuneyti við Sólvangsveg 1. Þar eru þjónustuíbúðir aldraðra sem geta nýtt sér þjónustuna sem og aðrir eldri borgarar.

„Þetta er alvarlegt mál. Fólk kaupir þessar íbúðir meðal annar á þeim forsendum að þarna sé mötuneyti. Það er verið að draga úr þjónustunni,“ segir Árni Rúnar. Mötuneytið hafi verið lokað mánuðum saman og kvartanir hafi borist. Manneklu hafi verið kennt um og upphaflega hafi mötuneytinu aðeins verið lokað tímabundið. Það hafi síðan ílengst mánuðum saman.

„Þarna er góður og næringarríkur matur og svo er þetta félagslega. Að koma saman og borða saman. Því er búið að kippa úr sambandi,“ segir Árni Rúnar.

Þetta skipti ekki aðeins máli vegna þessa mötuneytis heldur einnig upp á framtíðina. Málið skapi fordæmi.

„Við vonum að það verði byggðar íbúðir fyrir eldra fólk í Hafnarfirði til framtíðar og að það verði stefna bæjarins að bjóða upp á þessa þjónustu þar,“ segir hann.

Vissu af málinu í janúar

Málið var rætt á fundi fjölskylduráðs í dag. Fulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýndu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna málsins, sem og fulltrúi Viðreisnar, Árni Stefán Guðjónsson.

„Viðreisn lýsir yfir miklum áhyggjum af því að mötuneyti við Sólvangsveg 1 hafi verið lokað í talsverðan tíma og íbúar því ekki getað nýtt þjónustu þess sem skyldi. Einnig finnst Viðreisn afar miður að fulltrúar meirihlutans hafi fengið upplýsingar um málið í janúar sl. en ekki tekið málið fyrir formlega á fundum fjölskylduráðs og upplýst ráðsmenn um stöðuna,“ lét Árni Stefán bóka á fundinum.

Setja málið í forgang

Meirihlutinn lét bóka að brýnt væri að koma mötuneytinu við Sólvangsveg 1 aftur í notkun sem fyrst. Lagt var til að málið yrði sett í forgang.

Einnig var lagt til að farið yrði í sérstakt kynningarátak á þjónustu í mötuneytinu sem og mötuneytinu að Hjallabraut 33, endurbætur yrðu gerðar á húsnæðinu og vinna sett í gang við að tryggja aðgengi allra sem vilja nýta sér starfsemi þeirra.

„Þá er lagt til að sett verði upp dagskrá þar sem eru stuttir viðburðir/kynningar reglulega, tónlist og stuttir fyrirlestrar í samstarfi við Félag eldri borgara í Hafnarfirði, menningarstofnanir bæjarins, kirkjur og Fjölskyldu-og barnamálasvið,“ lét meirihlutinn bóka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“