fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 28. apríl 2025 16:40

Brá ferðamanninum mjög þegar hann kom að bílnum sínum um morguninn. Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendum ferðamanni sem dvaldi hér á landi var mjög brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans. Óttaðist hann verulega um öryggi sitt.

Ferðamaðurinn greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit. Einnig birti hann myndir sem sína olíubrák á bílnum.

„Einhver hellti olíu yfir bílaleigubílinn minn þegar ég heimsótti Ísland í fyrra,“ segir hann. „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi.“

Ekki sá eini

Hinn skuggalegi verknaður var framkvæmdur um miðja nótt og olli ferðamanninum óöryggi.

„Ég lagði bílnum mínum í Reykjavík, yfir nótt nálægt hótelinu mínu og kom að honum svona næsta morgun,“ segir ferðamaðurinn. Hann segist hafa farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. „Ég fyllti út skýrslu og var þá sagt að einhver gengi um og væri að hella olíu yfir bíla.“

Segist hann hafa farið með bílinn á bílahreinsistöð en olían fór ekki af. Skilaði hann þá bílnum til bílaleigunnar og tók af honum ljósmyndirnar. „Bílaleigan reyndi líka að hreinsa olíuna af en það gekk ekki,“ segir hann.

Hefur málið vakið nokkurn ugg. Það er að einhver skuli ganga um og hella eldfimum vökva yfir bíla af handahófi í Reykjavík.

„Ég fékk áhyggjufullt augnaráð frá heimamönnum þegar þetta gerðist,“ segir ferðamaðurinn.

Útlendingum og unglingum kennt um

„Skrýtið, ég hef aldrei heyrt um eitthvað eins og þetta á Íslandi áður,“ segir Íslendingur í athugasemdum við færsluna.

Öðrum kemur þetta ekki á óvart.

„Skíthælar eru til alls staðar,“ segir einn. „Ísland er ekki eins og það var áður. HÍF,“ segir annar.

Einn segir að það geti ekki hafa verið Íslendingur sem gerði svona. En var honum svarað á þá leið að, í ljósi frétta frá Kópavogi, sé líklegra að Íslendingar kúki á bíla. „Auðvitað gerum við heimskulega hluti, eins og að kúka á bíla,“ segir hann.

Sjá einnig:

Aftur skitið á bíl Ragnars – „Jólasveinn kom til mín í gær“

Enn annar virðist kenna ungmennunum um þetta. „Unglingarnir maður, þeir eru eins alls staðar,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast