fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. apríl 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný ítölsk rannsókn virðist benda til þess að mikil neysla á kjúklingakjöti geti aukið líkurnar á því að fá 11 tegundir af krabbameini. Fram að þessu hefur kjúklingakjöt verið talið hættuminna en mikil neysla á rauðu kjöti en vísindamennirnir telja að hin nýja rannsókn geti kollvarpað þeim kenningum.

Í rannsókninni var fylgst með matarvenjum um 5.000 einstaklinga, flestum á fimmtugsaldri, í nærri tvo áratugi og áhrifanna á heilsu þeirra.

Niðurstöðurnar voru þær að þeir sem borðuðu yfir 300 grömm af kjúklingi á viku, sem er um fjórir skammtar, tvöfölduðu líkurnar á því að deyja af völdum krabbameins í meltingarveginum samanborið við þá sem borðuðu minna en einn skammt af kjúklingakjöti í viku hverri.

Þá virtist þetta orsakasamhengi vera sterkara hjá karlmönnum en öðrum kynjum.

Daily Mail fjallaði um rannsóknina en vísindamennirnir ítölsku, sem starfa hjá sérstakri meltingarstofnun í heimalandinu, hafa hins vegar ekki einhlítar skýringar á hvað veldur þessum auknu líkum á hættulegum sjúkdómum.

Ein kenning er sú að eldun kjúklingakjöts við háan hita valdi því að skaðleg efni myndist sem geta haft neikvæð áhrif á frumur líkamans og gert það að verkum að þær séu líklegri til að mynda krabbamein.

Önnur kenning er sú að hormónar eða lyf, sem stundum er dælt í kjúklinga utan Íslands, verði til þess að slík eiturefni myndast við eldun.

Af hverju karlmenn eru síðan líklegri til þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum er eitthvað sem að þarfnast þó frekari rannsókna. Ein kenning varðandi það er að hormónabúskapur kynja er ólíkur.

Ýmsir vankantar eru þó á rannsókninni sem vísindamennirnir viðurkenna fúslega. Til að mynda er ekki haldið utan um það hvernig kjúklingurinn er eldaður, hvort það sé á pönnu, í ofni eða jafnvel á grilli sem og hvort að um skyndibita var að ræða eða máltíð eldaða heima fyrir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti
Fréttir
Í gær

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku