fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. apríl 2025 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem situr í gæsluvarðhaldi vegna andláts föður hennar, Hans Roland Löf, þann 11. apríl síðastliðinn, er sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi en neitar því að hafa banað föður sínum.

Heimildin greinir frá þessu.

„Dánarorsök föður Margrétar, Hans Roland Löf, er ekki ljós þar sem enn er beðið eftir niðurstöðu krufningar, en fyrir liggur að hann fékk hjartastopp samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar og hneig niður þar sem hann ætlaði að yfirgefa heimilið. Þá segja heimildir að Margrét haldi því fram hún hafi ekki verið nærri föður sínum þegar hann hné niður, en þó stödd í sama húsi,“ segir í frétt Heimildarinnar.

Margrét er sögð játa atvikalýsingu að hluta, sem varðar ofbeldi gegn foreldrum hennar yfir ákveðið tímabil.

Móðir Margrétar hringdi í neyðarlínuna föstudagsmorguninn 11. apríl en þá var Hans Roland þungt haldinn. Hann lést sama dag eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar fékk hann hjartastopp. Niðurstöður krufningar liggja hins vegar ekki fyrir og ósannað er í augnablikinu að Margrét hafi veitt honum áverka sem leiddu til dauða hans.

Talið er að Margrét hafi beitt foreldra sína ofbeldi, andlegu og líkamlegu, yfir langt tímabil. Hún hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 7. maí.

Sjá einnig: Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn