fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 07:00

Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur ítrekað hótað stórum bandarískum fjölmiðlum, sem honum líkar ekki við, að svipta þá útsendingarleyfi. Það er einn maður, sem er handgenginn Trump, sem getur hjálpað honum við að hrinda þessu í framkvæmd.

Nýlega gagnrýndi Trump sjónvarpsstöðina CBS, í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social, fyrir tvær fréttir í þætti af „60 Minutes“ og hvatti til að stöðin verði svipt útsendingarleyfi. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann hefur haft í hótunum um slíkt.

CNN fór í gegnum ræður Trump og færslur hans á samfélagsmiðlum síðustu tvö árin til að kortleggja ummæli hans um að svipta eigi stóru sjónvarpsstöðvarnar útsendingarleyfi. Oft féllu þessu ummæli í tengslum við spurningar, sem var beint til hans, eða útsendingar sem honum líkaði ekki.

Trump getur ekki sjálfur svipt sjónvarpsstöðvarnar útsendingarleyfi en það getur vinur hans og samherji Brendan Carr sem Trump gerði að formanni FCC sem er nefnd sem hefur eftirlit með bandarískum útvarps- og sjónvarpsstöðvum.

FCC er skipað fimm aðilum, tilnefndum af forsetanum. Samkvæmt lögum mega aðeins þrír meðlimir nefndarinnar koma úr sama flokknum og hinir tveir koma þá úr hinum flokknum. Það eru því þrír Repúblikanar í henni núna og tveir Demókratar.

Trump skipaði Carr einni í nefndina á fyrra kjörtímabili sínu og nú var hann skipaður formaður.

Sýn og stefna Carr varðandi FCC er bæði skýr og aðgengileg. Hann skrifaði nefnilega kafla um hana í hina umdeildu „Project 2025“ áætlun sem er pólitísk áætlun sem var gerð af íhaldsmönnum lengst til hægri í bandarískum stjórnmálum. Áætlunin er hugsuð sem leiðbeiningarit fyrir íhaldssama stjórn Trump.

Trump sór af sér tengsl við áætlunina í kosningabaráttunni en stefnumál hans eru mörg eins og stefnumálin í áætluninni.

Carr hefur hafið rannsókn á starfsemi ríkisstyrktu miðlanna NPR og PBS sem hann sakar um að senda ólöglegar auglýsingar út. Báðir miðlarnir neita þessu.

Hann hefur hvatt þingið til að taka rannsókn hans með í reikninginn þegar það tekur afstöðu til hvort stöðvarnar eigi að halda áfram að njóta ríkisstuðnings. Í „Project 2025“ segir Carr að hætta eigi fjárstuðningi við stöðvarnar.

Hann hefur einnig sent símafélögunum Comcast og Verizon bréf og beðið þau um að hætta með fjölbreytileikaáætlanir sínar en Trump hefur lagt mikla áherslu á það síðan hann tók við forsetaembættinu.

Hann hefur einnig hafði nýja rannsókn á kvörtunum gagnvart frjálslyndu sjónvarpsstöðvunum CBS, ABC og NBC og hætt rannsókn á kvörtun gagnvart hinni íhaldssömu sjónvarpsstöð Fox News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð