Þrír menn á fertugsaldri hafa verið ákærðir vegna atviks sem átti sér stað í íbúðarhúsnæði við Tjarnargötu í Reykjanesbæ þann 11. febrúar árið 2023.
Mennirnir ruddust þá í heimildarleysi inn í íbúð manns og eru þeir allir þrír ákærðir fyrir húsbrot.
Einn mannanna sem er síðan ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á íbúann. Er hann sagður hafa veist að honum með ítrekuðum höggum og spörkum í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann tvíbrotnaði á kjálka, hlaut opið sár við höku, opið sár í munnholi og tannbrot.
Fyrir hönd brotaþola er krafist tveggja milljóna króna í miskabætur.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 30. apríl næstkomandi.