fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. apríl 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi lést í morgun um klukkan 5:30 að íslenskum tíma, 88 ára að aldri.

Sjá einnig: Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Á meðal þeirra sem minnast páfans í dag eru Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem skrifar á opinberri Facebook-síðu embættisins:

„Ég deili einlægum samúðarkveðjum vegna fráfalls Pope Francis. Heimurinn hefur misst mikilvægan leiðtoga sem hafði kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyrirrúmi og hvatti til ábyrgrar forystu. Megi þær áherslur lifa áfram í verkum okkar allra.“

Engar athugasemdir eru skrifaðar við færsluna, sem þó hefur vakið athygli. Illugi Jökulsson skrifar færslu á eigin Facebook-síðu:

„Sko. Ég er sérstaklega umburðarlyndur maður. En þetta hefði President Tomas nú alveg getað gert betur. Hún hefði til dæmis getað syrgt fráfall „Franciscus Papa“ ef henni er af einhverjum ástæðum illa við að nota hið íslenska „Frans páfa“. Hvorki páfinn né páfastóll hafa neitt sérstakt með enska tungu að gera.“

Egill Helgason umsjónarmaður Kiljunnar á RÚV segir einfaldlega „Úff“ og Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands segir „Ó hvað þetta er innilega vont.“

Færslu forsetans var breytt um klukkustund eftir birtingu og þar stendur nú Frans páfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu