fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. apríl 2025 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er í haldi lögreglu eftir að brugðist var við útkalli í heimahús í uppsveitum Árnessýslu á ellefta tímanum í dag. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en tilkynnt var um slasaða konu með höfuðáverka sem blæddi úr.

Konan var í húsinu ásamt öðrum manni en ekki var hægt að ræða við hana sökum skertrar meðvitundar. Var maðurinn handtekinn á vettvangi en samkvæmt umfjöllun Mbl kemur fram að ekki sé ljóst á þessari stundu hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Málið sé enn sem komið er rannsakað sem slys en maðurinn hafi verið handtekinn á meðan varpað verður ljósi á hvað gekk á.

Konan var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA