fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 11:27

Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélagsins hefur krafið Sjúkratryggingar um svör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands fengu sængurkonur sendan reikning vegna heimafæðinga og vitjana. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir málið ömurlegt og ítrekar að konurnar eigi ekki að greiða reikningana.

„Það birtist inni hjá island.is hjá okkar skjólstæðingum reikningar sem ljósmæður senda til Sjúkratrygginga,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um gagnalekann sem varð í gær. En félagið frétti af honum vegna þess að sængurkonur höfðu samband við sínar ljósmæður.

Persónuupplýsingar á flakk

Unnur Berglind segir málið tvíþætt. Annars vegar snúi það að ljósmæðrum og hins vegar að sængurkonum.

„Þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar ljósmæðra sem eru að birtast þeirra skjólstæðingahópi. Þær eru komnar með kennitölur, reikningsnúmer og hvað ljósmæður eru að fá í verktakagreiðslur fyrir vitjanir,“ segir Unnur og segist miður sín að þessar upplýsingar séu komnar á flakk.

Háir reikningar til viðkvæms hóps

„Það sem er eiginlega verra er að við vitum bara af þessu af því að konurnar fara að hringja í sínar ljósmæður og hafa áhyggjur af því að þær þurfa að fara að greiða þetta. Kostnaðurinn er þarna sundurliðaður,“ segir hún. „Það sem við erum aðallega að hafa áhyggjur af er að konur haldi að þær þurfi að borga þetta. Það er dýrt að fæða heima. Við erum með mjög viðkvæman hóp og okkur finnst leiðinlegt ef sængurkonur og fjölskyldur eru allt í einu að upplifa það að fá bakreikning á fyrstu vikunum. Þetta er ömurlegt.“

Reynt var að hafa samband við Sjúkratryggingar í gær en það náðist ekki í stofnunina fyrr en í morgun. Að sögn Unnar er verið að skokða málið þar inni og hvernig þetta hafi gerst.

Aðspurð segist hún ekki vita til þess að nein kona hafi borgað reikning og ítrekar að sængurkonur eigi ekki að borga þessa reikninga. „Þetta er ekki gott,“ segir hún.

Vona að málið leysist strax

Félagið hefur einnig sent frá sér tilkynningu. „Við viljum fyrst og fremst árétta að fjölskyldum ber ekki að greiða þennan reikning. Hvernig þetta gat gerst skiljum við alls ekki og erum við  miður okkar yfir þeim óþægindum sem þetta kann að valda.  Við vonum að Sjúkratryggingar Íslands takist að leysa málið sem fyrst,“ segir í henni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið