fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar deilur hafa verið um nýtt frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Hefur verið tekist á um þá breytingu í nýja frumvarpinu að ekki verði lengur eingöngu litið til einkunna úr grunnskóla við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla.

Í grein sem Guðmundur Ingi birtir á Vísir.is í morgun bendir hann á að áfram verði litið til námsárangurs en einnig til annarra þátta:

„Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla heldur heimila að einnig verði horft til annarra þátta. „Við ákvörðun um innritun nemanda er heimilt að líta til sjónarmiða sem tengjast nemandanum, þ.m.t. námsárangurs úr grunnskóla og annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum,“ eins og segir í frumvarpinu.“

Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að fjölbreytni meðal framhaldsskólanema hafi aukist mjög á undanförnum árum og mikilvægt sé að jafna tækifæri nemenda með ólíkan bakgrunn og aðstæður:

„Á undanförnum árum hefur fjölbreytni meðal framhaldsskólanemenda aukist, m.a. með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfa sérstakan stuðning. Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Er því tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla.“

Ennfremur segir Guðmundur Ingi í grein sinni:

„Í frumvarpinu er því lagt til að við mat á nemendum við innritun í framhaldsskóla verði auk einkunna heimilt að meta aðra þætti sem tengjast nemandanum en námsárangur hans. Hér er t.d. átt við upplýsingar um þátttöku og árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans en einkunnir eru ekki alltaf það fyrsta sem horft er til þegar veita á nemendum inngöngu í skóla.“

Guðmundur Ingi segir að með breytingunum muni framhaldsskólastigið axla ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi með því að tryggja viðeigandi námleiðir, en grein hans má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin