fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 09:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnar 95 ára afmæli sínu í dag. Vigdís fæddist þann 15. Apríl 1930 en eins og alþjóð veit varð hún fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja.

Aukablað um Vigdísi fylgir Morgunblaðinu í dag í tilefni afmælisins þar sem má meðal annars finna kveðjur frá Höllu Tómasdóttur, núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, fyrrverandi forseta og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra – og fleiri einstaklingum.

Þá má finna ávarp eftir Vigdísi sjálfa þar sem hún lýsir sinni heitustu ósk. Hún segir að rétt eins og andrúmsloftið sem við öndum að okkur hættir okkur til að líta á óspillta náttúru landsins og íslenska menningu sem sjálfsagðan hlut.

„En svo er um hvorugt. Þessi verðmæti geta glatast með andvaraleysi á skömmum tíma. Íslensk menning er málsvari friðar og frelsis og hefur verið vettvangur framúrskarandi bókmenntaafreka fámennrar þjóðar,“ segir hún en tekur svo fram að íslensk tunga sé hins vegar sálin í íslenskri menningu.

„Hún er verkfæri okkar til hugsunar og samskipta og áhald og efniviður þess fegursta sem íslenskar bókmenntir hafa upp á að bjóða. Ég á því enga ósk heitari en þá, að þjóðin beri gæfu til þess að standa vörð um náttúru landsins og íslenska tungu um ókomin ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“