fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 07:00

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúm þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og enn situr Volodymyr Zelenskyy sem forseti landsins. Hann hefur tryggt sér sæti í sögubókum framtíðarinnar sem mikill leiðtogi, stríðsforseti. Sérfræðingur segir að einstakur bakgrunnur Zelenskyy sé „ávinningur fyrir Úkraínu“.

Fyrir fimm árum var þriðja og síðasta þáttaröðin af grínþáttunum „Þjónn fólksins, sýnd í úkraínsku sjónvarpi. Zelenskyy er höfundur þáttaraðarinnar, framleiddi hana og lék aðalhlutverkið sem kennari sem var leiður á spillingu, þandi sig á samfélagsmiðlum og var kjörinn forseti. Þættirnir slógu í gegn og alvöru stjórnmálaflokkur, sem fékk sama nafn og þáttaröðin, var stofnaður 2017.

Tveimur árum síðar var Zelenskyy kjörinn forseti eftir að „Þjónn fólksins“ vann stórsigur í kosningum. Flokkurinn fékk rúmlega 43% atkvæða og Zelenskyy fékk rúmlega 73% atvkæða í annarri umferð forsetakosninganna.

Tormod Heier, hjá norska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við TV2 að það sé svo heillandi á stríðstímum að sjá sérstakar manngerðir blómstra, þá hafi þær tækifæri til þess. Hann sagðist telja að það hafi verið lán Úkraínu að Zelenskyy var forseti þegar Rússar réðust inn í landið.

Hann segir að sá hæfileiki Zelenskyy að geta verið fyrirmynd og leiðtoginn sem sameinar þjóðina og kemur fram fyrir hennar hönd út á við, ekki síst þegar hann hittir vestræna bandamenn sem hann þarf að fá stuðning frá til að Úkraína haldi velli, sé mjög sérstakur. Hann sagði hann vera einstaklega góðan í samskiptum og nái að vekja samúð, samstöðu og einingu. Þetta séu meðfæddir eiginleikar hans sem hann hafi fullkomnað þegar hann var grínisti.

Heier vísaði einnig til þess hversu góður Zelenskyy er í notkun samfélagsmiðla. Myndbönd, með hann í fyrirrúmi, afli Úkraínu hárra upphæða sem geri landinu kleift að framleiða gríðarlega mikið af drónum sem séu eitt helsta vopnið í nútímahernaði.

Hann sagði einnig að Zelenskyy sé mikilvægt skotmark í augum Rússa og því komi á óvart að þeir hafi ekki gert fleiri tilraunir til að ráða hann af dögum.  Líklega sé það of seint núna því hann sé orðinn svo þekktur og líklega myndi ávinningurinn af að  ráða Zelenskyy af dögum vera minni en þau neikvæðu áhrif sem það hefði á Rússland og Pútín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir líkamsárásir í Mjódd staðfesta sinnuleysi borgarinnar

Segir líkamsárásir í Mjódd staðfesta sinnuleysi borgarinnar