fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. apríl 2025 10:33

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla verst allra frétta af rannsókn á láti manns sem fannst meðvitundarlaus í heimahúsi í Garðabæ á föstudagsmorgun. Dóttir mannsins, sem samkvæmt heimildum DV er fædd árið 1997, var handtekin á vettvangi og á föstudagskvöld var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. apríl, eða til miðvikudags.

Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknina í hefðbundnum farvegi. Lögregla verst allra frétta af rannsókninni en aðspurð segir Elín Agnes að rannsókn miði vel.

„Þetta er bara verk í vinnslu allt saman,“ svarar hún þeirri spurningu blaðamanns hvort hin grunaða hafi verið yfirheyrð.

Hún vill ekki svara því hvort lögregla gangi út frá því að um manndráp hafi verið að ræða. Hún segir málið vera flókið og viðkvæmt. „Viðkvæmt, fjölskyldulega séð,“ segir hún orðrétt í stuttu spjalli við blaðamann.

Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér um málið í gær segir:

„Það var snemma á föstudagsmorgun sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar héldu strax á staðinn, en karlmaðurinn var þungt haldinn þegar að var komið. Hann var fluttur á slysadeild og lést þar síðar um daginn. Konan, sem er í gæsluvarðhaldi, var handtekin í fyrrnefndu húsi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“